Suðurstrandarvegur opnaður formlega við hátíðlega athöfn

Bæjarstjórarnir ánægðir með Suðurstrandarveginn
Bæjarstjórarnir ánægðir með Suðurstrandarveginn

Í dag var Suðurstrandarvegur formlega opnaður með hefðbundinni borðaklippingu sem innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson sinnti ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.

Í dag var Suðurstrandarvegur formlega opnaður með hefðbundinni borðaklippingu sem innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson sinnti ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.  Athöfnin fór fram rétt austan vegamótanna við Krýsuvíkurveg þar sem sólin skein á gesti og umhverfið skartaði sínu fegursta. Að lokinni athöfn bauð Vegagerðin til kaffisamsætis í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn.

Vegurinn er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri en hann liggur um þrjú sveitarfélög, Grindavík, Hafnarfjarðarbæ og Sveitarfélagið Ölfus.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?