Sveitarfélagið Ölfus auglýsir til sölu fasteignina Nesbraut 8

Nesbraut 8

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir til sölu fasteignina Nesbraut 8. Um er að ræða 94,2 m2 fasteign byggða árið 1973. Undirstöður og gólf eru staðsteypt en útveggir úr steyptum einingum. Þak er úr sperrum úr timbri með galvínseruðu þakjárni á lektum.

Eignin er seld í núverandi ásigkomulagi með núverandi lóðaréttindum. Engar byggingaheimildir eru á lóðinni og sölunni fylgja ekki fyrirheit um breytingar á aðal- né deiliskipulagi.

Húsið var hannað og byggt sem smurolíugeymsla en hefur seinustu ár gengt hlutverki sem „dósamóttaka“ og gengur meðal heimamanna undir nafninu „dósaskúrinn“. Fasteignamat eignarinnar er 26,2 milljónir króna.

Nánari upplýsingar veitir Sigmar B. Árnason í gegnum netfangið sigmar@olfus.is

Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, í síðasta lagi 13.febrúar nk.  Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?