Sveitarfélagið Ölfus greiðir heimagreiðslur til foreldra

Á 323.fundi bæjarráðs Ölfuss þann 5. mars 2020 var samþykkt að greiða foreldrum þeirra barna sem ekki eru í vistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla svokallaðar heimgreiðslur.  Hægt er að sækja um greiðslu þegar fæðingarorlofi lýkur, þ.e. frá 10 mánaða aldri barns á árinu 2020 og 12 mánaða aldri frá 1.janúar 2021.  Með þessu vonast sveitarfélagið til að við bætist enn eitt úrræðið fyrir foreldra ungra barna.

Greiðslurnar eru þær sömu og niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra, kr. 41.600 en kr. 48.000 fyrir einstæða foreldra og námsmenn. Skilyrði er að barnið eigi lögheimili í sveitarfélaginu.  Hægt er að sækja um þennan stuðning með því að fara inn á „íbúagáttina“ neðst hér á síðunni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?