Uppskeruhátíð Sumarlestursins í Bæjarbókasafni Ölfuss

Sumarlestur 2014
Sumarlestur 2014
Mánudaginn 18. ágúst lauk skemmtilegum sumarlestri í Þorlákshöfn með pompi og pragt

Mánudaginn 18. ágúst lauk skemmtilegum sumarlestri í Þorlákshöfn með pompi og pragt. Dagskráin hófst með því að veitt voru viðurkenningarskjöl til allra barna sem tóku þátt í sumarlestrinum ásamt verðlaunum til þeirra sem lásu flestar blaðsíður, einnig voru veitt aukaverðlaun.

Gerður Kristný, rithöfundur, var gestur okkar að þessu sinni. Hún las smásögu sína; Heil brú, úr samnefndri bók og sagði okkur frá öðrum bókum sem hún hefur skrifað. Að lokum hjálpuðust allir að við að festa miðana úr sumarlestrinum upp á vegg og nú prýðir veggi barnadeildar bókasafnsins hafsjór af bátum þar sem sjá má hvað krakkarnir hafa lesið í sumar.

 

Takk fyrir sumarið

Hrönn, Árný og Barbara

Bæjarbókasafni Ölfuss
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?