Vígsla Suðurstrandarvegar og skemmtilegar skoðunarferðir

Auglýsing um opnunarhátíð Suðurstrandarvegar
Auglýsing um opnunarhátíð Suðurstrandarvegar

Fimmtudaginn 21. Júní verður vígsluathöfn við Suðurstrandarveg. Af tilefni opnunar bjóða sveitarfélögin Grindavík og Ölfus upp á skoðunarferðir um helgina.

Opnunarhátíð Suðurstrandarvegar um helgina

Fimmtudaginn 21. Júní verður Suðurstrandarvegur vígður. 

Af tilefni vígslunnar bjóða sveitarfélögin Ölfus og Grindavík íbúum og gestum upp á skoðunarferðir. Skráning í skoðunarferð frá Þorlákshöfn er í síma 480 3830 eða um netfangið barbara@olfus.is. Skráning í skoðunarferð frá Grindavík er í síma 420 1190 eða um netfangið kvikan@grindavik.is

Skráning í ferðirnar er fram til klukkan 12:00 föstudaginn 22. júní.

Laugardaginn 23. júní
14:00
     Lagt af stað frá Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn um Suðurstrandarveg til Grindavíkur. Ekið um Selvoginn og stoppað við Strandarkirkju, Herdísarvík, Eldborgir og Ketilinn/Selatanga.
Fararstjóri er Ómar Smári Ármannsson.
16:00     Stoppað í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi þar sem gestum gefst kostur á að skoða sýningar og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
16:30     Stutt bæjarferð í Grindavík þar sem m.a. verður litið við hjá GREIP, félagi handverksfólks, og lagt af stað til baka til Þorlákshafnar.
18:00     Ferðalok við Ráðhús Ölfuss.

Sunnudagurinn 24. júní
14:00    
Lagt af stað frá Kvikunni í Grindavík þaðan sem ekið verður um Suðurstrandarveg til Þorlákshafnar. Stoppað verður við Ketilinn/Selatanga, Eldborgir,  í Herdísarvík og við Strandarkirkju.
Fararstjóri er Jóhann Davíðsson.
16:00
     Stoppað við Bæjarbókasafn Ölfuss, Ráðhúsinu, þar sem gestum gefst kostur á að skoða sýningu um Selvoginn og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
16:30
     Stutt bæjarferð í Þorlákshöfn, þar sem m.a. verður litið við í glervinnustofunni Hendur í höfn og í Herjólfshúsinu áður en lagt er af stað til baka til Grindavíkur.
18:00    
Ferðalok við Kvikuna í Grindavík.

Fleira í boði um opnunarhelgi 23.-24. júní
Ókeypis er í sund og 50% afsláttur á tjaldstæði í Grindavík og Þorlákshöfn.
Ókeypis aðgangur að sýningum í Kviku og opin sýning um Selvoginn á Bæjarbókasafni Ölfuss.
20% afsláttur hjá ferðaþjónustuaðilum í Grindavík.
10% af öllum vörum í glervinnustofunni Hendur í Höfn og opið á sunnudag frá 14:00-16:00.
Bryggjustemning og skemmtilegar uppákomur við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn sunnudaginn eftir klukkan 15:00.

Opið á sýningar og bókamarkaður á Bæjarbókasafni Ölfuss í Ráðhúsinu laugardag kl. 11:00-14:00 og á sunnudag kl. 15:30-17:00.

Jónsmessuganga Ferðamálafélags Ölfuss 22. Júní.  Gengið um Sogin og Grænudyngju í Reykjanesfólkvangi. Lagt af stað frá bakaríinu í Þorlákshöfn kl. 19:00 og sameinast í bíla við Straumsvík kl. 19:45.


Jónsmessuganga í Grindavík 23. Júní. Gengið upp á Þorbjörn og yfir í Bláa Lónið. Gangan hefst kl. 20:30 við Sundlaug Grindavíkur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?