Á Álfaheimum eru 16 börn sem fædd eru 2016-2017. Við leggjum áherslu á að börnin læri að bjarga sér sjálf og er þeim kennd sjálfsbjörg. Þarfir yngstu barnanna eru að mörgu leiti aðrar en þeirra eldri, þau hafa meiri þörf fyrir líkamlega umhyggju, stöðugleika, öryggi og meiri einstaklingsumhyggju. Í starfinu með yngstu börnunum er lögð áhersla á leikinn. Frjálsi leikurinn er ríkjandi en ákveðnar reglur gilda þó sem þau læra að fara eftir. Hver dagur hefur sinn fasta ramma sem börnin eru fljót að venjast og finna sig örugg í.
Yfir vetrartímann vinnum við samkvæmt stundaskrá sem sjá má á heimasíðu og á sumrin færist starfið mun meira út þar sem sumarskipulag miðast af mikilli útiveru.
Starfsfólk deildarinnar: