Stundaskrá Dvergaheima

 

 

 

Sumarskipulag 2018

 

 

Mánudagur

 

 

Eldri börnin fara og skoða útilistaverk í Þorlákshöfn. Verkin eru fimm talsins og eftir að þau hafa verið skoðuð verður skipulagið uppfært.

 

 

Þriðjudagur

 

 

Eldri börnin fara í göngu í nesið og skoða fuglalífið, plönturíkið og annað sem vekur áhuga þeirra. Yngri börnin fara í styttri gönguferð í nágrenni leikskólans.

 

 

Miðvikudagur

 

 

Listadagur. Málum, krítum, smíðum, pappírsgerð. Eða hvað annað sem okkur dettur í hug.

 

 

Fimmtudagur

 

 

Förum í lóðina og tökum stutta stund í að fara í leiki t.d. þrautakóng, kasta/sparka bolta, hlaupa í skarðið osvfr., förum líka í gönguferðir.

 

 

Föstudagur

 

 

Tónlist leikur stórt hlutverk þennan dag.  Ef veður leyfir er söngstund úti og einnig er spiluð tónlist meðan börnin eru í leik.

 

 

Hjóla- og grilldagur er haldin í júní þegar veður leyfir og er auglýstur með stuttum fyrirvara.

Gróðursetjum grænmeti, fylgjumst með vextinum og reitum illgresið.

Sulldagur, einhvern rigningardaginn.

Einnig verðum við dugleg í gönguferðum um bæinn.

Njótum sumarsins lífsins og tilverunnar saman.

Tökum okkur leyfi til að breyta útaf dagskránni ef svo ber undir

 

GAMAN SAMAn