Á Hulduheimum eru 16 börn á aldrinum 3-5 ára og 4 starfsmenn. Lögð er áhersla á sjálfstæði og frumkvæði og að börnin bjargi sér sjálf við daglegar þarfir og aðstæður. Þannig lærir barnið af eigin reynslu, virkni og áhuga. Litið er svo á að áhugi barnsins á viðfangsefninu sé forsenda þess að það nýtist því til náms. Lífsleikni er okkur mikilvæg og er börnunum kennt að vera færari í að takast á við aðstæður sem hleypa tilfinningum þeirra í uppnám s.s. reiði, gleði, sorg o.s.frv. Útivist er stór þáttur í starfi deildarinnar og er námsefnið fært út, ef veður leyfir, hvort sem er vetur eða sumar. Frjáls leikur er mikilvægur þáttur í lífi barnanna og er lögð mikil áhersla á hann. Aðaláhersla okkar er samt sú að „hafa gaman saman“.
Starfsfólk deildar: