Skólinn

Leikskólinn er fimm deilda og opinn frá kl.07.30 til kl.17.00.
Vistunartíminn er frá kl:07.30 til -kl:12.00 og síðan klukkutíma lenging á viðveru alveg til kl:17.00.
Boðið er upp á mat og hressingu allt eftir vistunartíma.
Gjaldskrá má finna hér. 
Veittur er systkinaafsláttur, 30% fyrir annað barn og gjaldfrjálst fyrir þriðja barn.

Leikskólastjóri
Dagný Erlendsdóttir
dagny@olfus.is

Aðstoðarleikskólastjóri
Elsa Þorgilsdóttir
elsa@olfus.is 

Sérkennslustjóri
Ásta Pálmadóttir
astapalm@olfus.is

Stefna leikskólans byggist  á að mestu á John Dewey (1859 – 1952) „learnig by doing“ en hann sagði að börn lærðu best í daglegu starfi og í gegnum leikinn þ.e.  að læra af eigin reynslu enda taldi hann að börnum væri meðfætt að læra.

Börnum sem kennt er að bjarga sér sjálf t.d. með að klæða sig, að matast, að þrífa sig, að leika sér og með að tjá hug sinn og langanir hafa þann grunn sem þarf til að bæta stöðugt við sig af nýrri reynslu.  Menntun taldi Dewey börnin öðlast með því að fá að reyna, prófa og æfa sig og í samskiptum við aðra.  Einnig lagði hann ríka áherslu á að bóknám og verknám væri samfellt og að það væri samfella milli heimilis og skóla og einnig milli skólastiga.  Barnið á að læra í leikskóla að vera hluti af samfélaginu bæði í nútíðinni og til framtíðar.

Dewey taldi að leikskólinn ætti að taka mið af siðum og venjum ólíkra einstaklinga og kenna lífsleikni (virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, víðsýni og umburðarlyndi) og kenna þær undirstöðureglur (sjálfræði og sjálfshjálp) sem taldar eru þurfa til að halda lýðræðislegu samfélagi gangandi.