Gullmolar

Gullmolar

Á Degi náttúrunnar

Á Degi náttúrunnar var skemmtilegt samtal á milli kennara og nemenda. Kennari spyr nemendur 3-4 ára vitið þið hvað er gert á Degi náttúrunnar? Eitthvað var lítið um svör þar til einn nemenandi  svarar jú ég.“ Ég á náttföt heima“ Þannig að náttúra varð af náttfötum.

Ég trúi því ekki

Kennari var að hrósa nemenda hvað hann væri duglegur að klæða sig í föt eftir íþróttir.

Kennari: Þú ert svo duglegur. Nemandi: Ég trúi því ekki. :)

 

Viltu smjappa fyrir mig

Kennari var að aðstoða börn 3-5 ára  við að stappa fisk og þá segir eitt barnið „Viltu smjappa fyrir mig“  í stað viltu stappa fyrir mig.

Baunaspírur

Boðið var upp á baunaspírur í salatbarnum einn daginn og ungur drengur sagði: Hvaða RÆTUR eru þetta!!!!

Kjúklingur í matinn

Kjúklingur var í matinn einn daginn og var talað mikið um að ROÐIÐ á kjúklingnum væri svo gott :)

Hún borðar ekki stráka

Það var umræða um að kennari væri með barn í maganum og kannski væri það strákur. Eitt barnið verður skrýtið á svipinn og segir svo“ Það má ekki borða stráka. Hún(nefndir nafn á kennara)borðar ekki stráka.

Bátur sem bilaðist

„Pabbi þurfti að fara snemma í vinnuna, það var bátur sem bilaðist“

Ertu með líka með barn í fótinum?

Barn lamdi í magann á ófrískum kennara og kennari sagði barninu að hætta, að það yrði að passa barnið í maganum.Þá lamdi barnið í fótinn á kennaranum í staðinn og kennari sagði barninum að hætta því líka. Þá sagði barnið „ertu líka með barn í fótinum“?

Ég er með sygg

Kennari var að lesa bókina um hann Tralla. Barn bendir á hrygginn á hvalnum og spyr“hvað er þetta“kennari svarar þetta er hryggurinn á hvalnum, við eum öll með bein í hryggnum. Þá segir barnið „ekki ég , ég er með sygg“.

Gaman í leikskólanum

Eftir kaffitíma segir eitt barnið „þetta var góður kaffitími, mér finnst gaman í leikskólanum, en skrýtið að vera með svona einn dreng sem meiðir“

Tásuber

Stúlka sem er barbieleik sagði um barbiedúkkuna“Hún er tásuber“.

Vöðvastæltur

5 ára drengur í Spiderman vöðvabúningi vatt sér að kennaranum sínum og sagði ,, Er ég ekki massaður“?

Gullkorn dagsins

„Ég er með sólarhring“

3 ára drengur sem var að leika sér með dótahring

Ég er læs !

Ég ætla að lesa þessa bók og ég ætla að lesa hana talandi.  Ég er búin að læra að lesa talandi.

Missti tönn

Einn fimm ára sagði „Ég var sleginn í ennið og þá losnaði tönnin“

Hélt að ég væri tyggjó !

Einn drengur var bitinn í höndina, þegar hann var búinn að gráta svolítið, þá sagði hann „Hann hélt að ég væri tyggjó“

Nýjar strípur

Kennari var nýkomin úr strípum og klippingu þegar ein lítil dama spyr hvort hún hafði verið að „sparsla „á sér hárið.

„Sjáðu ég er með límblóm“ Ein sem var með Gleym mér ei, á peysunni

„sjáðu ég er með límblóm“ ein sem var með Gleym mér ei á peysunni.

Mikki mús

Við matarborðið biður Gunna um að henni sé rétt kartöflumúsin . Gunna segir: Má ég fá Mikka mús :O)

Plokkflautan

Börnin eru að borða hádegismatinn, plokkfiskur í matinn, og umræður um söng og hljóðfæri. Gunna segir þá „Ég á svona plokkflautu heima :O)“