Fréttir Dvergaheimar

Dvergaheimar-myndir úr starfinu

Dvergaheimar-myndir úr starfinu

Október fer vel af stað hjá okkur á Dvergaheimum. Veðrið hefur verið gott og börnin verið mikið úti við að leika í lóðinni eða farið í gönguferðir. Ýmislegt höfum við líka brallað inni eins og að mála, syngja, leira, leika með vatn, stökkva úr gluggakistum og fleira.
Lesa fréttina Dvergaheimar-myndir úr starfinu
Dvergaheimar - Afmælisbörn í september

Dvergaheimar - Afmælisbörn í september

Þau Alexander, Matthías Freyr, Svala Margrét og Eldar Máni áttu öll 2 ára afmæli í september. við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin
Lesa fréttina Dvergaheimar - Afmælisbörn í september
Dvergaheimar í berjamó

Dvergaheimar í berjamó

Á miðvikudaginn fórum við á Dvergaheimum í stutta gönguferð á heilsustígnum við leikskólann. Gönguferðin gekk mjög vel og ákveðið var að fara í berjamó en mikið er af krækiberjum í móanum okkar hér alls staðar í kring. Börnin voru alsæl með berin og voru sérstaklega dugleg að fóta sig í móanum og hrauninu.
Lesa fréttina Dvergaheimar í berjamó
Dvergaheimar-Eldri börn í gönguferð

Dvergaheimar-Eldri börn í gönguferð

Á þriðjudaginn fóru eldri börnin á Dvergaheimum í gönguferð. Á leið þeirra varð margt og mikið. Þau hittu duglega vinnuskólakrakka í skrúðgarðinum, sáu heimagerða tjörn með gullfiskum sem vildu lítið við okkur eiga og vinalegar hænur.
Lesa fréttina Dvergaheimar-Eldri börn í gönguferð
Dvergaheimar í kanínuferð

Dvergaheimar í kanínuferð

Í gær fóru Dvergaheimar í heimsókn til þeirra Siggu og Gísla en þau eiga tvær kanínur. Kanínurnar heita Hvíta Blóm og Mía. Börnin fengu að skoða kanínurnar sem voru  í kofanum sínum og reyndu að gefa þeim að borða en rigningin var svo mikil að það gekk brösulega. Við þökkum Siggu og Gísla kærlega fy…
Lesa fréttina Dvergaheimar í kanínuferð
Dvergaheimar - Hænsnaferð 2020

Dvergaheimar - Hænsnaferð 2020

í gær fórum við í gönguferð til Þuríðar og Ármanns að skoða hænurnar þeirra. Börnin fengu að gefa hænunum korn og saltstangir. Sumum fannst þó betra að tilla sér og smakka sjálf á saltstöngunum. Þuríður sýndi  okkur líka egg sem hænurnar voru búnar að verpa. Það er alltaf gaman að koma til Þuríðar o…
Lesa fréttina Dvergaheimar - Hænsnaferð 2020
Dvergaheimar-Afmælisbörn í mars og apríl

Dvergaheimar-Afmælisbörn í mars og apríl

Davíð Þór varð 2 ára þann 19. mars og Soffía Margrét varð einnig 2 ára þann 20. apríl. Því var fagnað með kórónum, afmælisdiskum og glösum og að sjálfsögðu afmælissöng. Við óskum  þeim innilega til hamingju með afmælið. 
Lesa fréttina Dvergaheimar-Afmælisbörn í mars og apríl
Dvergaheimar- öskudagur 2020

Dvergaheimar- öskudagur 2020

Það var mikil gleði og gaman á öskudeginum. Börn og kennarar mættu í búningum og fóru á öskudagsball í salnum sem var allur skreyttur blöðrum, ljósum og skemmtilegri tónlist. Allir dönsuðu saman og skemmtu sér mjög vel. Eftir ballið var eldhúsið búið bera fram girnilegar pitsur handa öllum.
Lesa fréttina Dvergaheimar- öskudagur 2020
Dvergaheimar-Mömmu og ömmukaffi 2020

Dvergaheimar-Mömmu og ömmukaffi 2020

Síðasta föstudag var mömmum og ömmum boðið í vöfflukaffi í tilefni konudagsins. Mætingin var mjög góð og voru börnin búin að föndra blóm handa mæðrum sínum sem þau gáfu þeim. Allir virtust njóta samverunnar og veitinganna. Takk kærlega fyrir daginn.
Lesa fréttina Dvergaheimar-Mömmu og ömmukaffi 2020
Dvergaheimar - Píluhópur í móaferð

Dvergaheimar - Píluhópur í móaferð

Þriðjudaginn 18. febrúar fór börnin í Píluhóp þau Eivör Ólöf, Kolfinna Lára, Una Dís og Henrik Jökull í móaferð. Börnin voru mjög hjálpsöm hvert við annað að klæða í endurskinsvestin. Farið var í móann í kringum leikskólann og fannst börnunum heldur mikið af rusli þar og ákváðu að tína saman eitthva…
Lesa fréttina Dvergaheimar - Píluhópur í móaferð