Tröllaheimar

Á Tröllaheimum eru 19 nemendur. 13 nemendur fæddir 2014 og 6 nemendur fæddir 2015. 

Lögð er áhersla á sjálfstæði og frumkvæði og að nemendur bjargi sér sjálfir við daglegar þarfir og athafnir. Þannig lærir nemendinn af eigin virkni, frumkvæði og áhuga. Lífsleikni er okkur mikilvægt og er nemendum kennt að vera færari í að takast á við aðstæður sem hleypa tilfinningum þeirra í uppnám svo sem reiði, gleði, sorg o.s.fv. Frjálsi leikurinn er mikilvægur í þessum þáttum og læra þau mikið í gegnum frjálsa leikinn. Yfir vetrartímann vinnum við samkvæmt gildandi stundaskrá sem má sjá á heimasíðunni og er hún mjög fjölbreytt. Þegar veður er gott nýtum við það og færum starfið meira út sama hvaða árstíð er en á sumrin miðast starfið af mikilli útiveru og vettvangsferðum.

Starfsfólk deildarinnar

  • Ingibjörg Aðalsteinsdóttir deildastjóri: ingibjorga@olfus.is 100%
  • Guðríður Anna Sveinsdóttir: leikskólakennari 100%
  • Ásta Kristjana Jensdóttir leikskólaliði: 100%
  • Ewa Sieminska leiðbeinandi: 100%
  • Júlía Káradóttir stuðningur: 100%