Sumarskipulag Álfaheima

 

                                                                   

 

 

 

Mánudagur

Gönguferðir, stuttar eða langar. Förum ýmist öll saman eða í litlum hópum. Lengd ferðanna fer eftir aldri barnanna.

Skipulögð grenndarkennsla, skoða útilistaverk í grenndinni og t.d. ýmis kennileiti, Fjársjóðskista

Einnig er unnið með læsi og stærðfræði í umhverfinu.

 

Þriðjudagur

Frjáls leikur úti í lóð

 

Miðvikudagur

Unnið í tengslum við náttúruna. Tínum orma og pöddur og skoðum þær betur með stækkunargleri eða víðsjá.

Hugað að umhverfinu t.d. tína rusl í poka undir leiðsögn starfsmanns og sópa.

Finna hluti í náttúrunni og settir í eggjabakka

Pappírsgerð, málað með vatnslitum úti í garði, krítað og jafnvel smíðað.

 

Fimmtudagur

Íþróttadagur. Þá er t.d. farið í útileiki í lautinni, gengið á heilsustíg, farið á hlaupabrautina, fótboltavöllinn eða í  skrúðgarðinn með bolta/svifdiska. Skiptum okkur jafnvel í tvo hópa.

 

Föstudagur

Tónlistin allsráðandi, dans og söngur. Þegar veður er gott þá er söngstund í lautinni og spiluð tónlist í garðinum.