17 júní

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól

sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól

í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,

því lýðveldi Ísland á afmæli í dag.

Hæ, hæ, Jei og jibbí, jei,

það er komið 17. júní.

 

Jóni heitunum Sigurðssyni færir forsetinn

firnamikill. árvissan og stórarn blómsveiginn.

Fjallkoman í múnderingu prílar upp á pall,

með prjáli les upp ljóð eftir löngu

dauðan kall.

Hæ, hæ, Jei og jibbí, jei,

það er komið 17. júní.

 

Um kvöldið eru alls staðar útidansleikir,

að sunnan koma rándýrir

skemmtikraftarnir.

en rigning bindur enda á þetta

gleðigeim,

því gáttir opnast himins og allir fara

heim.

Hæ, hæ, Jei og jibbí, jei,

það er komið 17. júní.

 

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar

 og orða stórt og smátt sem er og

var og hún á orð sem geyma

 gleði‘ og sorg um gamalt líf og

 nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,

 þar vex og grær og dafnar okkar mál.

Að gæta hennar gildir hér og nú,

 það gerir enginn – nema ég og þú.

A og B

A og B, spott og sé

grísinn galar uppi’ í tré.

Lítil mús til okkar fús

kom og byggði hús.

Lamb í baði, borðar súkkulaði,

hundur jarmar, galar grísinn hátt!

 

A og B, spott og spé,

grísinn galar upp ‘ í tré.

Hróp og köll um víðan völl,

þá er sagan öll.

Adam átti syni sjö

Adam átti syni syni sjö,

sjö syni átti Adam.

Adam elskaði alla þá

og allir elskuðu Adam.

Hann sáði, hann sáði.

Hann klappaði saman lófunum.

Hann stappaði niður fótunum.

Hann ruggaði sér í lendunum

og sneri sér í hring.

Álfareið

 

Álfareiðin
Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg,
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, bar þá að mér skjótt,
bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.
Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu blika við lund,
eins og þegar álftir af ísagrárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.
Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?

Afmælissöngur

Afmæli þú átt í dag
út af því við syngjum lag.
Sama daginn sem er nú
sannarlega fæddist þú.
Til hamingju með heilladaginn þinn
heillakarlinn minn/heillakerlingin.
Allt þér gangi vel í vil,vertu áfram lengi til,
allt þér verði hér í hag.
Höldum upp á þennan dag.
Til hamingju með heilladaginn þinn
heillakarlinn minn/heillakerlingin.

Hann/hún á afmæli í dag
Hann/hún á afmæli í dag
Hann/hún á afmæli hann/hún nafn
Hann/hún á afmæli í dag
Hann/hún er ”? ára” í dag.

Allir hlæja á öskudaginn

Allir hlæja á öskudaginn

ó, hvað mér finnst gaman þá.

Hlaupa lítil börn um bæinn,

 bera poka til og frá.

Apaköttur apaspil

Apaköttur apaspil

að þú skulir vera til

svona grettinn og grár og ljótur

apaköttur apaspil.

(Líkt er eftir apa með því að taka í eyrun, klóra sér undir höndum og á höfði)

Álfareið

Álfareiðin

Stóð ég úti‘ í tunglsljósi, stóð ég úti við skóg. Stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir í sönglúðra‘ og bar þá að mér fljótt, og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund hornin jóa gullroðnu blika við lund, eins og þegar álftir af ísagrárri spöng, fjúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallaði‘að mér. Eða var það feigðin, sem kallaði‘ að mér.

Allir krakkar

Allir krakkar
Allir krakkar, allir krakkar
Eru í skessuleik
Má ég ekki mamma,
Með í leikinn þramma
Mig langar svo mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Á öskudag

 

Á öskudag

(lag: Skín í rauðar skotthúfur)

Út í bæ á öskudag

Eru skrítin læti.

Krakkar á því kunna lag,

Kvik og létt á fæti.

Létt og hljótt þau læðast um

Lauma á fólkið pokunum.

Tralla la la la …

B b

(Lag: Inn og út um gluggann)

Blása sápukúlur,

Blása sápubólur.

Blása, mása og blása

B,b,b,b,b.

 

Sjá þær úti svífa

Sjá þær hærra klífa.

Blása, mása og blása

B,b,b,b,

Bjarnastaðabeljurnar

Bjarnastaðabeljurnar baula mikið núna.

Þær eru að verða vitlausar það vantar

eina kúna.

Það gerir ekki til, það gerir ekki til.

Hún kemur um miðaftans bil.

Bolludagur

Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik.

Mér alltaf þykir gaman að iðka þennan leik:

Ég bolla og bolla á bossann á þér fast ég slæ

bolla og bolla og bollu í laun ég fæ.

Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar.

Já bragðgóðar eru bollurnar, húllum hæ.

Bangsímon

Sit ég hér á grænni grein og geri fátt eitt annað.
En eta hunang, borða brauð því bíta allt er bannað.
Dropar detta, stórir hér, dropar detta, hvað finnst þér?
Dropar detta allt í kring og dinga linga ling.
Vatnið vex nú ótt og ótt,
Ég verð að flýja’ úr húsum.
Hér sit ég í alla nótt
Og borða’ úr mínum krúsum.
Dropar detta ofan í poll, dropar detta á minn koll,
dropar detta allt í kringog dinga-linga-ling.

Bolludagur

Lag: Við erum söngvasveinar

Á bolludegi fer ég

með bolluvönd á kreik.

Mér alltaf þykir gaman

að iðka þennan leik.

Ég bolla og bolla

á bossann á þér fast ég slæ,

bolla  og bolla

og bollu´í laun ég fæ.

já, bragðgóðar eru bollurnar,

bollurnar, bollurnar.

Já. bragðgóðar eru bollurnar.

Húllumhæ!

Blátt lítið blóm eitt er

Blátt lítið blóm eitt er

Ber nafnið gleymdu ei mér

væri ég fleygur fugl

flýgi ég til þín

svo mína sálum nú

sigraða hefur þú

Engum ég unna má

Öðrum en þér.

Brí, brú, brassa

Brí, brú, brassa!

Brella!Brassa!

Brí,brú, brassa!

Brella!Brassa!

Eftir hvert upphrópunarmerki er slegið létt á útblásna kinn með kreppnum hnefa.

Brunabíll, köttur og skógarþröstur

Ba, bú, ba, bú, brunabíllinn flautar.

Hvert er hann að fara?

Vatn á eld að sprauta –

tss, tss, tss, tss!

Gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar gráa kisa.

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga –

uss, uss, uss, uss!

Skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí, skógarþröstur syngur.

Hvert er hann að fara?

Burt frá kisu flýgur –

víí, víí, víí, víí!

Loftin blá hann smýgur

Bráðum fæðast lítil lömb

Bráðum fæðast lítil lömb,

leika sér og hoppa.

Með lítinn munn og litla vömb

lambagrasið þau kroppa.

Við skulum koma og klappa þeim

kvölds og bjartar nætur,

reka þau í húsin heim,

hvít með gula fætur.

 

Fuglarnir sem flýðu í haust,

fara að koma bráðum.

Syngja þeir með sætri raust,

sveifla vængjum báðum.

Bubbi byggir

Bubbi byggir

Bubbi byggir!(Best að laga það!)

Bubbi byggir!(Ég held nú það!)

Skófli, Moki og Hringla og Valti

með, Loftur og Selma, þau kæta

okkar geð.

Hjá Bubba og hinum gaman er,

þau hjálpast að við hvað sem er.

Bubbi byggir!(Best að laga það!)

Bubbi byggir!(Ég held nú það!)

Snotra og Fuglinn hlusta á

Hrap, Leika sér saman í einum hnapp.

Bubbi byggir!Best að laga það!)

Bubbi byggir!(Ég held nú það!)

Brúnn

Brúnn

Heyri ég stundum hestinn Brún.

Heima súkkulaði.

Er ég rölti út á tún.

Eftir hrossataði.

 

Bumbukallinn

Ég er kall með stóra bumbu

sem ég nota eins og trumbu.

Bom bo ron bom bom, Bom bo rom bom

Bom bo rom bom bom bomm!

 

Það er ekki gott að ganga

þegar bumban fer að hanga.

Bom bo rom bom, Bom bo rom bom

Bom bo ron bom bomm!

 

Það er líka vont að hoppa

þegar bumban fer að skoppa.

Bom bo rom bom, Bom bo rom bom

Bom bo rom bom bom bomm!

 

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin,

börnin fara að hlakka til.

Allir fá þá eitthvað fallegt,

í það minnsta kerti og spil.

 

Hvað það verður veit nú enginn,

vandi er um slíkt að spá.

Eitt er víst alltaf verður

ákaflega gaman þá.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt sótt.

Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.

Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.

Hann bankaði á dyrnar ratatatata.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus.

Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.

Hann skrifaði á miða hvaða pillu hún skildi fá,

„ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá“.

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó

rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út

AAAAAAAAAA

rosalegt fjör yrði þá.

 

Ef rigningin væri bleikir gúmmíbirnir

rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út

AAAAAAAAAA

rosalegt fjör yrði þá.

 

Ef skýin væru úr sykurpúðapoppi

rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út

AAAAAAAAAA

rosalegt fjör yrði þá.

 

Ef leikskólinn væri súkkulaðikaka

rosalegt fjör yrði þá.

Ég halla mér aftur með tunguna út

AAAAAAAAAA

rosalegt fjör yrði þá.

Ég er rauður lítill héri

Ég er rauður lítill héri

og sjáið hvað ég geri, ég hoppa

og skoppa og sný ér í hring.

Svo kann ég að klappa og

fótum að stappa og svo kann

ég að telja og 1 og 2 og 3.

Ég fór í dýragarð í gær

Ég  fór í dýragarð í gær,

og gettu hvað ég sá: f-f-ffílinn

þar ég sá.

Ég fór í dýragarð í gær

og gettu hvað ég sá:t-t-ttígrísdýr

ég sá!

Ég fór í dýragarð í gær,

og gettu hvað ég sá k-k-kengúru

ég sá!

Ég sá mömmu kyssa

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

við jólatréð í stofunni í gær.

Ég læddist létt á tá

til að líta gjafir á,

hún hélt ég væri steinsstofandi

Stínu dúkku hjá.

 

Og sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinninn út um skeggið hlær.

Ja, sá hefði hlegið með

hann faðir minn hefð´´ ann séð

mömmu kyssa jólasvein í gær.

 

Ef okkur langar lífið að létta

Ef okkur langar lífið að létta,
svona gerum við það. Brosum
blítt og beygjum fætur, hristum
hausinn, hristum rassinn, hristum
okkur öll. Setjum hendur út, slá á
mallakút og svo setjum við á
munninn stút.

Ein stutt ein löng

Ein stutt ein löng, hringur á stöng

og flokkur, sem spilaði‘ og söng.

Köttur og mús og sætt lítið hús,

sætt lítið hús og köttur og mús.

 Ein stutt ein löng, hringur á stöng

og flokkur, sem spilaði og söng.

 

Penni og gat og fata sem lak,

fata sem lak og penni og gat.

 Ein stutt, ein löng, hringur á stöng og

flokkur sem spilaði og söng.

 

Lítill og mjór og feitur og stór,

 feitur og stór og lítill og mjór.

 Ein stutt, ein löng, hringur á stöng og

 flokkur sem spilaði og söng.

E e

E e ( Lag: Klappa saman lófunum..)

Edda hugsar e,e,e.

E,e,e, ég held ég sé.

Ekki best í þessu.

Ég er með flest í klessu.

 

Einn, Tveir, þrír, fjórir, fimm

Einn, tveir, þrír. fjórir, fimm

ég sigldi’eitt sinn um höfin dimm.

Sex, sjö, átta, níu, tíu,

strax ég fór þó heim að nýju.

Hví fórstu heim á ný?

Fiskur beit mig puttann í .

Hvaða putta beit hann þá?

Þennan lilta hægri hendi’ á.

 

Ég á lítinn skýrtinn skugga

Ég á lítinn skrýtinn skugga

Ég á lítinn skrýtinn skugga,
skömmin er svo líkur mér,
hleypur með mér úti’ og inni,
alla króka sem ég fer.
Allan daginn lappaléttur
leikur hann sér kringum mig.
Eins og ég hann er á kvöldin,
uppgefinn og hvílir sig.

Það er skrýtið, ha ha ha ha,
hvað hann getur stækkað skjótt,
ekkert svipað öðrum börnum,
enginn krakki vex svo fljótt.
Stundum eins og hugur hraður
hann í tröll sér getur breytt.
Stundum dregst hann saman, saman
svo hann verður ekki neitt.

Einn,tveir,þrír,fjórir,fimm

Einn, tveir,þrír,fjórir, fimm

Einn, tveir,þrír,fjórir,fimm,

ég sigldi‘ eitt sinn um höfin dimm.

Sex, sjö,átta,níu,tíu,

strax ég fór þó heim að nýju.

Hví fórstu heim á ný?

Fiskur beit mig puttann í.

Hvaða putta beit hann þá?

Þennan litla hægri hendinni‘ á.

Ein ég sit og sauma

Ein ég sit og sauma
Ein ég sit og sauma,
Inni í litlu húsi
Enginn kemur að sjá mig
Nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
Bentu í vestur.
Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, ég
sigldi‘ eitt sinn um höfin dimm.
Sex, sjö, átta níu, tíu, strax ég fór
þó heim að nýju. Hví fórstu heim
á ný? Fiskur beit mig puttann í.
Hvaða putta beit hann þá?
Þennan litla hægri hendinni´á.

F f

Lag: Kisan mín, kisa mín

 

Fiðrildi, fiðrildi

flögrar út í haga.

F,f,f-f,f,f.

Flýgur heim í skyndi.

 

Fiðrildi, fiðrildi.

Fýkur úti í vindi.

F,f,f,-f,f,f,

Flýgur hemí skyndi.

Ferðalok

 

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund
kem ég heim og hitti þig.
Verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem blasir móti sól
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól

Sól slær silfri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
Því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já ég er kominn heim.

Enginn latur í Latabæ

 

Mættur er ég klár

og jafnvel fimari en þið!

Frískur eins og golan,

ég get aldrei staðið kyrr!

Ekki láta ykkur bregða – ef þið sjáið mig!

Förum öll á fleygiferð og syngjum:

Einn, tveir! Og öll í einu:

Enginn latur í Latabæ!

Þrír, fjór! Það er á hreinu:

Enginn latur í Latabæ!

Klapp, klapp, læri, læri, kross, út, upp, upp!

Klapp, klapp, læri, læri, kross, út, upp!

Ekki láta ykkur bregða – ef þið sjáið mig!

Förum öll á fleygiferð og syngjum:

Einn, tveir! Og öll í einu:

Enginn latur í Latabæ!

Þrír, fjór! Það er á hreinu:

Enginn latur í Latabæ!

Einn, tveir! Og öll í einu:

Enginn latur í Latabæ!

Þrír, fjór! Það er á hreinu:

Enginn latur í Latabæ!

Einn, tveir! Enginn latur í Latabæ!

Einn, tveir! Enginn latur í Latabæ!

Fingurnir

Fingurnir
Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Langatöng, langatöng, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Litlifingur, litlifingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Hægri hönd, hægri hönd, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Vinstri hönd, vinstri hönd hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.

Fingranöfnin

Þumalfingur er mamman  sem var mér vænst og best,

vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest,

langatöng er bróðir sem býr til falleg gull,

baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull

litli fingur er barnið sem leikur sér að skel,

litlu pínu anginn sem dafnar svo vel

 

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn

ég finn hvað þér er kalt.

Nærðu engu í nefið þitt,

því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik

ég ætla að flýta mér,

að biðja hana mömmu mína

um mylsnu handa þér.

G g

Lag: Þumalfingur……

Hænan segir gagga gagg,

í gogginn fær

grjónagraut, grjónagraut

g,g,g,g,g,g,g

Fatavísur

Fatavísur
Sumarfötin, sumarfötin
setjum inn í skáp.
Geymum þau í vetur
og klæðum okkur betur
Sumarfötin, sumarfötin
setjum inn í skáp.

Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó,
Þegar út við þjótum
og karl úr snjó við mótum.
Þykku fötin, þykku fötin
þykja best í snjó.

Pollafötin, pollafötin
puðumst við nú í,
Úti regnið bylur stétt
og steina hylur.
Pollafötin, pollafötin
puðumst við nú í.

Glettinn máninn

Glettinn máninn gægist gjarnan til mín inn,
sýnist vilja segja: Sjá þú geislann minn.
Málað hef ég marga mynd á dal og strönd,
sett þær mána silfri, sýnt þar töfralönd.

Ingólfur Jónsson – Franskt lag

Fiskalagið

Svo margir fiskar í sjónum búa

þar sjá má aldeilis aragrúa af þeim

þar eru ýsur og rauðir karfar

ufsi og þorskur og silfursíld.

 

Þar búa ógnvaldar hafsins djúpa

stórir hvalir og grimmir hákarlar

en litlu fiskarnir gæta að sér

og láta alls ekki góma sig

 

Og skipin sigla um hafið bláa

þau veiða fiskinn og fær´ann upp á land

þar hraustir krakkar hann kátir smakka

og bæta á kúfaðan diskinn sinn.

 

Svo margir fiskar í sjónum búa

þar sjá má aldeilis aragrúa af þeim

þar eru ýsur og rauðir karfar

ufsi og þorskur og silfursíld.

(Lag: litlir kassar)

Góðan dag

Góðan dag, kæra jörð. Góðan
dag, kæra sól. Góðan dag, kæru
tré og blómin mín öll. Sæl fiðrildin
mín og lóan svo fín. Góðan dag
fyrir þig. Góðan dag fyrir mig.

Guttavísur

Guttavísur
Sögu vil ég segja stutta
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta,
það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um bæinn stekkur hann og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá,
eða gegnir pabba sínum.
Nei, nei það er frá.
Allan daginn, út um bæinn eilíf heyrast köll í þeim: Gutti, Gutti, Gutti, Gutti, Gutti komdu heim.
Andlitið er á þeim stutta
oft sem rennblautt moldarflag.
Mædd er orðin mamma hans Gutta,
mælir oft á dag:
Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Geturðu aldrei skammast þín að koma svona inn?
Réttast væri að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar og nýja jakkann þinn? Þú skalt ekki þræta Gutti,
það er ekki nokkur vörn.
Almáttugur! En sú mæða að eiga svona börn.
Gutti aldrei gegnir þessu,
grettir sig og bara hlær,
orðinn nærri að einni klessu
undir bíl í gær.
O’n af háum vegg í dag hann datt.
Drottinn minn!
Og stutta nefið
það varð alveg flatt
eins og pönnukaka. Er það satt?
Ó, já, því er ver og miður,
þetta var svo bratt.

Nú er Gutta nefið snúið,
nú má hafa það á tröll.
Nú er kvæðið næstum búið,
nú er sagan öll

Fyrst á réttunni

 

Fyrst á réttunni

::Fyrst á réttunni, svo á röngunni. Tjú, tjú, tralla,la::

Hákarlalagið

Það var stelpa

da-da-da-da-da-da-da

Það var strákur

da-da-da-da-da-da-da!

þau fóru að synda

da-da-da-da-da-da-da!

Þau syndu lengra

da-da-da-da-da-da-da!

EN, voru HÁKARLAR í sjónum!

‘Waaaaaa!“ (Allir öskra)

 

Pabbi hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Mamma hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Litli hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Afi hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Amma hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Diskó hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Vitlaus hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

Feiti hákarl

da-da-da-da-da-da-da!

beir bitu í hönd

da-da-da-da-da-da-da!

og aðra hönd

Þeir bitu í fót

da-da-da-da-da-da-da!

og annan fót

da-da-da-da-da-da-da!

Af hví að þetta voru..

HÁKARLAR!

”waaaaaaaa!” (Allir öskra)

Hreyfingar:

Pabbi hákarl na na na na na (mjög hátt, leika munninn opnast og lokast með höndunum) Mamma hákarl na na na na na (hátt, leika munninn opnast og lokast, blíðari málrómur) Litli hákarl na na na na na (lágt, leika lítinn munn opnast og lokast i lófanum) Afi hákarl na na na na na (leika tannlausan munn) Amma hákarl na na na na na (eins og afi blíðari rómur) Diskó hákarl na na na na nan (smella og benda með fingrum upp og niður — eins í diskó) Vitlaus hákarl na na na na na (snúa fingrinum í hring

hjá eyranu eða setja hendur í kross og út) Feitur hákarl na na na na na (leika feitan hákarl, setja hendur langt út)

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land,

hitti þar einn gamalann mann.

Sagði svo og spurði svo:

„hvar áttu heima?

 

Ég á heima á Klapplandi,

Kappalandi, Klapplandi.

Ég á heima á Klapplandi.

Klappalandi hinu góða.

 

-Grátlandi

-Hopplandi

-Hlælandi

-Stapplandi

-Íslandi

Halló krakkar

Halló krakkar, halló krakkar

velkomin í dag.

Gaman er að sjá ykkur

gaman er að fá ykkur.

Halló krakkar, halló krakkar

velkomin í dag.

Hafið bláa hafið

Hafið bláa hafið
Hafið, bláa hafið hugann dregur
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd
Beggja skauta byr
Bauðst mér aldrei fyr
Bruna þú nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum.
Svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.

Hann Tumi fer á fætur

Hann Tumi fer á fætur
Hann Tumi fer á fætur
við fyrsta hanagal,
að sitja yfir ánum
lengst inn í Fagradal.

Hann lætur hugann líða
svo langt um dali og fjöll
því kóngur vill hann verða
í voða stórri höll.

Og Snati hans er hirðfífl
og hrútur ráðgjafinn,
og smalahóll er höllin,
en hvar er drottningin?

H h

H h    Lag: Göngum, göngum, göngum upp í gilið

Hott, hott á hesti.

Hesturinn minn bezti.

Hlaupu og stökktu h,h,h.

Blesi og skjóni.

Reka upp hrossahlátur:

Ho,ho,hah, hah,hah,h,h,h.

 

Hani, krummi, hundur

Hani Krummi Hundur
Hani, krummi hundur svín,
Hestur mús tittlingur,
Galar , krunkar geltir, hrín
Hneggjar, tístir syngur.

Hó,hó

Hérna koma nokkur risa tröll

Hó,hó!

Þau öskra svo það bergmálar

úr fjöll. Hó, hó!

Þau þramma yfir þúfurnar svo

fljúga burtu dúfurnar en bak við

ský er sólin hlý í leyni, hún skín

á tröll þá verða þau að steini.

Heimsókn í dýragarð

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá (x2)

F F F F fílinn þar ég sá (x2)

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá (x2)

T T T T tígrisdýr ég sá (x2)

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá (x2)

K K K K kengúru ég sá (x2)

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá (x2)

A A A A apa þar ég sá (x2)

Hér búálfur á bænum er

Hér búálfur á bænum er á bjálkalofti í dimmunni
Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.
Hann stappar fótum, hoppar hátt
og haframjölið étur hrátt.
Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

Haustvísa

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrjiverð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað,orðin gul og rauð.
Ef ég horfi miklu lengur verður hríslan auð.
Nú er ís á vatnisem var autt í gær.
Yfir landið hélugráumljóma slær.
Ég brýt heilann um það – segðu mér hvað heldur þú?
Kemur haustið fyrst á morgun? Er það komið nú ?
Nú er grettin jörði neins og gamalt skar.
Sjást nú gamlar hærur þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna balaliggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.

Hresstu þig við

Hresstu þig við, liðkaðu lið,
dúddelí dú, dúddelí dú. Laust og
létt, liðugt og þétt, dúddelí dú,
dúddelí dú. Láttu nú hendurnar
hraðara ganga, hreyfðu nú á þér
skankana langa. Dúddelí, dú,
dúddelí, dú. Byrjum aftur nú!

Hvolpsveit

Hvolpasveit

Hvolpasveit, hvolpasveit,

Þú þarft bara að kalla.

Við Ævintýraflóa, þau bjarga sérhvern dag.

Alltaf klár og viðbúin, Þau kunna öll sitt fag.

BESSI, KUGGUR, KAPPI, RIKKI, SEIFUR, PÍLA

Já strax af stað.

Hvolpasveit, hvolpasveit

Þú þarft bara að kalla

Hvolpasveit, hvolpasveit,

Leysir vanda alla

Littlir hvolpar bjarga þér,

hvolpasveit, hvar sem er

Hún bjargar þér,

::hvolpasveit, o-o-ó::

HVOLPASVEIT

Hoppandi, klappandi

 

Hoppandi

Hoppandi, hoppandi, hoppandi, hoppandi, hoppandi, hoppandi, hoppandi hopp.

Og klappandi, klappandi, klappandi, klapp.

Stígandi, stígandi, stígandi, stíg, og  stígandi, stígandi, stígandi, stíg.

Og minnkandi, minnkandi, minnkandi, minnkandi, stækkandi, stækkandi‘ og snúa í hring.

Í Hlíðarendakoti

Í Hlíðarendakoti
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti’ um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.

Í í

Lag:Fjúga hvítu fiðrildin

Íris kallar í,í,í,

Í hvað þetta er gaman.

Ívar botnar ekkert í,

Í öllu þessu saman.

Ii

Lag:Yfir kaldan eyðisand…

 

Illa hnýtti Indriði.

Á sig fína bindið.

Imba flissar i hi hi.

I hi, þetta er fyndið

 

 

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.

Í skóginum

Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn.

Þá koma lítið héraskinn

sem vildi komast inn.

„Jólasveinn ég treyst´á þig

veiðimaður skýtur mig:“

„Komdu litla héraskinn

því ég er vinur þinn.“

Ingeborg

Viðlag: Ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg.

Við eftir henni hermum er hún gengur niður á torg.

1. :.og svo sveiflast fjöðrin og fjöðrin sveiflast svo.:

Viðlag…

2. :.og svo sveiflast hatturinn og hatturinn sveiflast svo.:

Viðlag…

3. :. og svo sveiflast sjalið og sjalið sveiflast svo.:

Viðlag…

4. :.og svo sveiflast karfan og karfan sveiflast svo.:

Viðlag…

5. :.og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo.:

Viðlag…..

6. :.og svo sveiflast frænkan og frænkan sveiflast svo.:

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gólf

Með gildann staf í hefndi.

Móðir þeirra sópar gólf

Og flengir þá með vendi.

 

:,: Upp á stól

Stendur mín kanna.

Níu nóttum fyrir jól

Þá kem ég til manna:,:

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta

ofan kom´af fjöllunum.

Í fyrrakvöldi þeir fór’ að hátta,

fund´´ann Jón á völlunum.

 

Andrés stóð þar utan gátta,

ætluðu að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju,

öllum jólabjöllunum

 

Í rigningu ég syng

Lag: I’m singing in the rain.

Í rigningu ég syng,

í rigningu ég syng

að er stórkostlegt veður

mér líður svo vel.

Armar fram og armar að.

Tjutti tja, tjutti tja, tjutt tja tja!

Lagið er endurtekið og lið 2 o.s.frv

2. Beygja hnén

3. Rassinn út

4. Inn með tær

5. Hakan upp

6. Út með tungu

Indíánalagið

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,

fjórir litlir fimm litlir, sex litlir indíánar.

Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar,

tíu litlir indíánar í skóginum.

 

Allir voru með byssu og boga,

allir voru með byssu og boga,

Allir voru svo kátir og glaðir!

Þeir ætluðu að fella björninn.

 

Uss! Þarna heyrðist eitthvað braka.

Uss! Þarna heyrðist fugl að kvaka.

Fram kom stóri og grimmi björninn!

Þá hlupu þeir allir heim til sín.

 

Þá hlupu:

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,

fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir indíánar.

Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar-

en einn indíáni varð eftir.

 

Hann var ekki hræddur við stóra björninn.

BAMM!! – hann skaut og hitti björninn.

Tók svo af honum allan haminn

og hélt síðan heim til sín.

 

Þá komu:

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,

fjórir litlir fimm litlir, sex litlir indíánar.

Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar-

allir að skoða björninn.

Karl gekk út um morguntíma

Karl gekk út um morguntíma,

taldi alla sauði sína.

Einn og tveir og þrír og fjórir

og allir voru þeir.

 

Með höndunum gerum við,

klapp, klapp,klapp

með fótunum gerum við,

stapp, stapp, stapp.

Einn, tveir, þrír og ofurlítið spor,

einmitt á þennan hátt er leikur vor.

 

Kaupmannsvísur

Mamma borgar
Á kaupmanninn rétt við búðarborðið
Svo brosfögur horfði Stína
´”Ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.”

“Og hvaða lit viltu ljúfan,” sagð´ann
“á litlu brúðuna þína?”
“Hvað, auðvitað rauðan, já ósköp rauðan.”
í ákafa svaraði Stína.

Hann brosandi fór og klippti klæðið.
“Hvað kostar það?” spurði Stína.
“Einn koss,”hann svaraði, “kostar klæðið
í kjól á brúðuna þína.”

Í búðinni glumdi við gleðihlátur,
er glaðlega svaraði Stína:
“Hún mamma kemur í bæinn bráðum,
og borgar skuldina mína.”

Klappa saman lófunum

Klappa saman lófunum

reka féð út móunum

vinna sér inn bita

og láta ekki hann pabba vita.

 

Klappa saman lófunum

Reka féð úr móunum

Tölta á eftir tófunum

Og tína egg út spóunum

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti

kallar á nafna sinn.

Ég fann höfuð á hrúti

hrygg og gæru sinn.

Komdu nú og kroppaðu með mér

krummi nafni minn.

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá

kaldri vetrarnóttu á,

;:verður margt að meini,;:

fyrr en dagur fagur rann,

freðið nefið dregur hann

;:undan stórum steini,;:

Krumminn snjóinn kafaði

Krummi snjóinn kafaði kátur

hló og sagði að hún tófa ætlaði

einum lóga gemlingi.

 

Úti krunkar krummi’for,

komin að bjargarþroti.

Ég hef ei séð þig síðan í vor,

Sigga´í Landskoti.

Lagið sem er bannað

Það má ekki pissa bak við hurð,

og ekki henda grjóti ofan í skurð,

ekki fara í bæinn og kaupa popp

og tyggjó og ekki nota skrúfjárn

fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó,

og ekki fylla húfuna af snjó,

ekki týna blómin sem eru úti’í

beði og ekki segja „ráddi“heldur

„réði“.

Þetta fullorðna fólk svo skrítið,

það er alltaf að skamma mann,

þó maður geri ekki neitt,

það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall,

og ekki gefa ketti drullumall,

ekki skjóta pabba

með byssunni frá ömmu

og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð

og ekki gefa litla bróður snúð,

ekki fara að hlæja þó einhver sé

að detta,- ekki gera hitt og ekki

þetta!

Kveikjum eld

Kveikjum eld, kveikjum eld kátt hann brennur.

Sérhvert kveld, sérhvert kveld syngjum dátt.

Örar blóð, örar blóð um æðar rennur

blikar glóð, blikar glóð brestur hátt.

Hæ bálið brennur barma á kinnar slær

að logum leikur ljúsasti aftan blær.

Kveikjum eld, kveikjum eld kátt hann

brennur.

Sérhvert kveld, sérkvert kveld syngjum dátt.

Köngulóin

Það var eitt sinn könguló sem
hafði átta fætur. Því þurfti hún að
fara snemma´á átta fætur og
fara´í skóna og reima skóna á
átta fætur. Hún taldi 1-2-3-4-5-6-
7-8. Átta fætur! :,:Tralla ralla,
hm,hm,hm,hm.:,:

L l

Lag: Ríðum heim til…..

L l

Lubbi er að lita,

loftið blátt og gula sól,

lögguhúfu, lamb og stól,

l,l,l,l, lita.

 

Litar hann og litar

litar grænt og rautt og blátt,

litar dökkt og ljóst og grátt,

l,l,l,l litar.

Langamma

Ég langömmu á, sem að létt er í lund,
Hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
Jafnt sumar sem vetri, jafnt nótt sem dag.
Eitt kvöld er kviknað í húsinu var
og brunaliðsbíllinn kom æðandi´að þar.
Er eldurinn logaði´um glugga og göng
Fór sú gamla uppá þakið og spilaði og söng.
Eitt haustið hún gat ekki húsnæðið greitt
hún varð því að flytja, það fannst mörgum leitt.
Hún sat uppá bílnum, þótt leið væri löng
Og látlaust hún spilaði´á gítar og söng.

Lita gleði

Græn eru laufin og grasið sem
grær. Glóðin er rauð og eldurinn
skær. Fífill og Sóley eru fagurgul
að sjá. Fjöllin og vötnin og loftin
eru blá. Hvítur er svanur sem
syndir á tjörn. Svartur er krummi
og öll hans börn. Gulur, rauður,
grænn og blár, svartur, hvítur,
fjólublár. (A,b,c,d,)

Lati Geir (vísa)

Lati Geir á lækjarbakka

Lá þar til hann dó

Vildi hann ekki vatnið smakka

Var hann þyrstur þó

Lati Geir á lækjarbakka

Lati Geir á lækjarbakka, lá þar

til hann dó. Vildi hann ekki vatnið

smakka var hann þyrstur þó.

Litadagið

 

Litalag (lag: mér er mál að pissa)

  1. Ég heiti Óli rauði og allir þekkja mig,

Því allir jólasveinar nota rautt í föt á sig.

Rauð eru eplin góðu og reyniberin smá

Og rauður er hann kjólinn, sem Gunna á að fá.

Viðlag:

Já, við litum og við litum,

Við litum stórt og smátt.

Við litum grænt og brúnt og rautt,

Og gult og fagurblátt.

Já, við litum og (við) litum allt

Sem litir geta prýtt.

Og líki okkur það ekki,

Við byrjum upp á nýtt.

  1. 2. Ég heiti Stjáni blái og blátt ég lita flest

Berjaklasa, fjóluvönd og ævintýrahest.

Blá eru líka vötnin og blár er fjörðurinn

Og bláa litinn notar þú á sjálfan himininn.

Viðlag

  1. 3. Ég heiti Gústi græni og á greni, skóga og hey

Þú getur notað litinn minn, á vetum sést ég ei.

En þegar vorið kemur, þá kem ég fljótt í ljós,

Og klæði grænu engin, tún og blöð á hverri rós

Viðlag

  1. 4. Ég heiti Geiri guli og er gulur eins og sól

Gulur eins og fífill eða kertaljós um jól

Og blandaður með rauðu er ég eins og kvöldroðinn

Með ósköp litlu bláu eins grænn og skógurinn

Viðlag

 

Lita-rím

GULUR
Gul er sólin, vertu viss
vel kann hún að skína.
Ostur, sósa, epli, piss
og íbúar í Kína.

RAUÐUR
Fagurrauð er rósin smá,
rautt er lundanefið.
Einnig núna nefið á
Nonna eftir kvefið.

GRÆNN
Blandist saman blátt og gult,
bunandi í sprænu.
Endum við með alveg fullt
ílátið af grænu.

BLÁR
Þýtur blái bíllinn hjá,
í Bergheima var sendur.
Kata er orðin berjablá,
bæði um munn og hendur.

SVARTUR
Svartan lakkrís sýg ég ört,
svart er prent á blaði.
Ystu myrkur eru svört
eins og lauf og spaði.

HVÍTUR
Eggjahvítan er svo hvít
eins og guðinn Baldur.
Trélím, birtan, blöð og krít
björn og hvítagaldur.

BRÚNN
Heyri ég stundum hestinn Brún
heimta súkkulaði.
Er ég rölti út á tún
eftir hrossataði.

APPELSÍNUGULUR
Gulur þorskur gekk um haf,
gengdi sínum störfum.
Hitti fríða fylkingu af
fagurrauðum körfum.

GRÁR
Grár er margur gamall klár,
grágæsir og steinar.
Kemur hér sem köttur grár
um kaffileytið Einar.

Lita-rím

GULUR

Gul er sólin, vertu viss

vel kann hún að skína.

Ostur, sósa, epli, piss

og íbúar í Kína.

RAUÐUR

Fagurrauð er rósin smá,

rautt er lundanefið.

Einnig núna nefið á

Nonna eftir kvefið.

GRÆNN

Blandist saman blátt og gult,

bunandi í sprænu.

Endum við með alveg fullt

ílátið af grænu.

BLÁR

Þýtur blái bíllinn hjá,

í Bergheima var sendur.

Kata er orðin berjablá,

bæði um munn og hendur.

SVARTUR

Svartan lakkrís sýg ég ört,

Svart er prent á blaði.

Ystu myrkur eru svört

eins og lauf og spaði.

HVÍTUR

Eggjahvítan er svo hvít

Eins og guðinn Baldur.

Trélím, birtan, blöð og krít

Björn og hvítagaldur.

BRÚNN

Heyri ég stundum hestinn Brún

Heimta súkkulaði.

Er ég rölti út á tún

Eftir hrossataði.

 

APPELSÍNUGULUR

Gulur þorskur gekk um haf,

gengdi sínum störfum.

Hitti fríða fylkingu af

fagurrauðum körfum.

GRÁR

Grár er margur gamall klár,

Grágæsir og steinar.

Kemur hér sem köttur grár

Um kaffileytið Einar.

BLEIKUR

Svínið litla það er veikt

sofandi í vöggu

Fiðrildið það er bleikt

og peysan hennar Möggu

 

Lína langsokkur

Hér skal  nú glens og gaman,

við getum spjallað saman.

Gáum hvað þú getur.

Vinur gettu hver ég er.

Verðlaun þér ég veiti

ef að veistu hvað ég heiti.

Vaðir þú í villu,

þetta vil ég segja þér.

 

Hér sérðu Línu langsokk

Tralla hop tralla hei trakka hopsasa.

Hér sérðu Línu langsokk.

Já, líttu það er ég.

 

Svo þú sérð minn apa,

minn sæta fína, litla apa.

Herra Níels heitir,

j%C

Ljóminn(Ríó Tríó)

Veistu hvað ljóminn er ljómandi góður,

Ljóminn er betri en ég hugsaði mér,

Hann hefur ljómandi fjörefna fóður,

Er fullkominn en ljómandi fæða handa þér.

 

Ljóminn á skilið það lof sem hann fær,

Ljóminn hann vikrkar frá hvifli oní tær,

Ef ljómann þú bræðir og ljómiann þú snæðir,

Mun ljóminn að eilífu verða þér kær.

 

 

Lítið, lasið skrímsli

Ég er  lítið lasið skrímsli

Og mig langar ekkert út

Hornin mín eru völt og veik

Og mig vantar snýtuklút.

 

Ég er orðinn upplitaður

Ég er orðin voða sljór

Ég held ég hringi í lækni

Því að halinn er svo mjór.

 

Viðtal:

Skrímsli eru eins og krakkar

ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef

Hver er hræddur við skrímsli

Sem er hóstandi og með stíflað nef.

 

Augun mín þau standa á stilkum

Annað starir út í vegg

Og ég held að aldrei aftur

Muni á mér vaxi skegg.

 

Ó manna elsku mamma

Nú ég meðal verð að fá

Glás af iðandi ormum

Annars kemst ég ekki á stjá.

Viðlag:

 

Litli Óli í skógi

Litli Óli í skógi milli trjánna hann reikar og

 þá allt í einu sér hann voða, voða stóran skógarbjörn.

:,:Hollerassi, hía, hollerassi hí gú, gú:,: holerassi hía, hú.

Litli Óli í skógi milli trjánna hann

reikar og þá allt í einu sér hann voða, voða stóran hund. :,:

Hollerassi, hía, hollerassi hí gú gú, gú gú:,: holerassi hía, hú.

Litli Óli í skógi milli trjánna hann

 reikar og þá allt í einu sér hann

 voða, voða, stóra kú.

Viðlag og 3x gú gú

Ljónalagið

Ljónalagið
Langt inn‘í skóginum
Þar búa ljónin.
Ljónamamma, ljónapabbi
Og litli Ljónsi-Flónsi.
„Arr“, sagði ljónamamma
„arr“ sagði ljónapabbi
En hann litli Ljónsi –Flónsi
Sagði bara „Mjá“.

Lonníetturnar

Ég lonníetturnar lét á nefið

svo lesið gæti ég frá þér bréfið.

Ég  las það oft og mér leiddist aldrei,

og lifað gæti ég ei án þín.

Tral la la la la la ljúfa,

tra la la la la la ljúfa,

ég las það oft og mér leiddist aldrei,

og lifað gæti ég ei án þín.

Marsbúa cha cha cha

 

 

Marsbúarnir, þeir lentu í gær,

á gulum diski með ljósin skær.

Þeir reyndu að kenna mér smá rokk og skak

en það besta var samt cha cha cha.

Þeir eru gulir með hvítar tær

og kunna dansana frá því í gær.

Þeir elska perur og banana

en samt elska þeir mest cha cha cha.

Og þeir keyra um sólkerfið kátir

og koma við þar sem þeirra‘ er þörf.

Þeir eru bæði kúl og eftirlátir,

og kenna okkur góð og gagnleg störf.

Marsbúarnir þeir hafa stæl

þeir geta dansað bæði á tá og hæl.

Þeir kunna rúmbu og smá samba,

en samt kunna þeir best cha cha cha.

Þeir gera þetta, þeir gera hitt,

allt þar til gestirnir garga á spritt.

Þeir gera vel við barþjónana,

en samt gera þeir best cha cha cha.

Og þeir keyra um…

Til dæmis: að drekka súkkulaði,

borga gamlar skuldir,

slappa af í baði og allt!

Mánaðarvísur

Janúar

(Lag: Ef að ég hjá pabba…)

Janúar er kaldur, en krakkar fara á skíði

Ef kemur snjór í fjöllin og landið verður hvítt.

Kannski finnst þá sumum vera betra að skólinn bíði

En byrja að loknu jólafríi að púla upp á nýtt.

Febrúar

(Lag: María, María)

Margir telja þig mesta undur

febrúar,febrúar

Á þorra verður oft vinafundur,

Febrúar, febrúar

Að öðru leyti er helst umtalsvert

Að þú mánaða systur ert.

Febrúar, febrúar o.s.frv.

Mars

(Lag: Voða bágt á veslings rútur/Stenka Rasin)

Mars er eins og montinn strákur

Mest þó ef hann páska ber.

:,: Vorið stundum vill’ann boða,

verður þá að gæta að sér:’:

Apríl

(Lag: Frjálst er í fjallasal)

Í apríl fær vorið völd

víst þó sé golan köld,

Á sumardag fyrsta er sungið.

Gengið um göturnar,

Glatt svífa blöðrurnar

Ein og ein gæti þó sprungið.

Maí

(Lag: Emil í Kattholti)

Oft er veðrið heitara og vonir nýjar glæðast,

og vinir ganga hönd í hönd er kemur fram í maí.

Þá landið fer að grænka meir og lömbin smáu fæðast,

Og lífið tekur stakkaskiptum jafnt í sveit og bæ.

En fuglar byggja hreiður sín í brekku og mó,

Og börnin eiga að leyfa þeim að vera í friði og ró.

Júní

(Lag: Komdu og skoðaðu í …)

Næst birtist júní, þá bjart er um nætur,

og börnin þau leika sér kvöld efir kvöld.

Þá ilmur úr jörðu er óvenju sætur

Og upp sprettur litskrúðug blómanna fjöld.

Á sautjánda júní við óskum þess flest

að ekki neitt rigni og hlýni sem mest.

Tralalala….

Júlí

(Lag: Sól, sól skín á mig)

Júlísól, sjáðu mig

Síst vil ég missa þig,

Vel og lengi þú verma skalt.

Júlísól, sjáðu mig!

Ágúst

(Lag: Ljúfa Anna)

Ágúst, águst er okkar vinur kær,

Þó sumri hakki og haust færist óðum nær.

Og menn eru á ferð og flugi.

Því fríið á alla hugi.

Og vítt um heim

Á vikum tveim

Væri fróðlegt að fylgja þeim.

September

(Lag: Það búa litlir dvergar)

Er sumarið alveg búið í september?

Já, svona líður tíminn – æ, því er verr!

Skólans aftur opnast dyr,

Eflaust margur krakkinn spyr:

“þarf ég kannski tösku að kaupa mér?”

Október

(Lag: Óli skans)

Október, október,

Ertu dál’tið gleyminn?

Flýttu þér, flýttu þér

Að fara út í heiminn.

:,:Í gær var síðasti september.

Reyndu að muna, hafðu í huga

Hver þá næstur er!:’:

Nóvember

(Lag: Fyrr var oft…)

Nú er kominn nóvember,

nætur hverfa í skugga.

Kannski er ráð þá kvölda fer

Að kíkja í búðar glugga.

Í ljósadýrð þar líta má

leikföng handa öllum.

En hver sem vill þau feginn fá

Þarf fullt af hundraðköllum.

Desember

(Lag: Ískólanum, í skólanum… )

Í desember, í desember

er dýrleg hátíð jóla.

Þó gleðji okkur gjöf að fá

Er gleymum þeim sem fæddist þá.

Í desember, í desember

er dýrleg hátíð jóla.

Máninn hátt á himni skín

Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.

 Líf og tími líður og liðið er nú ár.

 Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.

Mér er kalt á tánum

Mér er kalt á tánum

ég segi það satt.

Ég er skólaus og skjálfandi

og hef engan hatt.

Það snjóaði í morgun,

það snjóaði í gær.

Ég er hreint alveg ráðalaus,

en hvað um það?

 

Ég syng mína vísu

um snjóin og mig,

Tra, ra, la, la la la la la

um snjóinn og mig.

Maðurinn með hattinn

Maðurinn með hattinn

Maðurinn með hattinn

 stendur upp við staur.

Borgar ekki skattinn,

því hann á engan aur.

Hausinn oní maga,

maginn oní skó,

reima svo fyrir

og henda‘ honum út í sjó.

Matarlagið

(a,b,c,d )

Mjólk og slátur,hafragraut

Krakkar vilja borða.

Það er ekki nokkur þraut,

Þau borða það án orða.

Súkkulaði, karmellur,

Þetta finnst þeim gott að fá.

Rjómaís og hrískúlur

Á laugardögum þetta má.

Með sól í hjarta

Með sól í hjarta og söng á vörum

við setjumst niður í grænni laut.

Í lágu kjarri við kveikjum eldinn,

kakó hitum og eldum graut.

 

Meistari Jakob, meistari Jakob

Meistari Jakob, meistari Jakob

sefur þú, sefut þú?

Hvað slær klukkan, hvað  slær klukkan?

Hún slær þrjú, hún slær þrjú.

Enska
Are you sleeping, are you sleeping,
brother John, brother John?
Morning bells are ringing,
morning bells are ringing.
Ding dang dong, ding dang dong.

Franska
Frère Jacques, frère Jacques,
dormez-vous, dormez-vous?
Sonnez les matines, sonnez les matines.
Ding din don, ding din don.

Mjólk er góð Mjólkurlagið

Mjólk er góð, fyrir káta krakka,

kynjaþjóð, bæði álfa og tröll

Mjólk er góð, girnleg að smakka,

glöð og rjóð þá við verðum öll.

 

Mjólk er góð fyrir mig og þig.

Mjólk er góð.

 

Ég og þú , vinir skulum vera,

vaxa hratt og verða myndarfólk.

Að bursta vel, það erum að gera,

brosandi við drekkummikla mjólk.

 

Mjólk er góð fyrir mig og þig.

Mjólk er góð.

N n

 

N n (Ríðum heim til hóla)

Nudda á sér nefið

N,n,n, mig kítlar svo.

N,n,n,n, nebbanudd,

Núna lagar kvefið

 

Nefið er með nasir,

Nös og nös, þær eru tvær.

Spegillinn ég næ í nú,

Nefið við mér blasir.

Nú er Gunna

 

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú eru koma jól.

Siggi er á síðum buxum,

Solla á bláum kjól.

 

Pabbi enn í ógnar basli

Á með flippann sinn.

„Fljótur Siggi, finndu snöggvast

flibbahnappinn minn.“

 

Mamma er enn í eldhúsinu

Eitthvað að fást við mat.

Indæla steik hún er að færa

upp á stærðarfat.

 

Kisu er eitthvað ósrótt líka,

Út fer brokkandi.

Ilmdurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.

 

Jólatréið í stofu stendur

stjörnuna glampar á.

Kertin standa á grænum greinum,

gul og rauð og blá.

 

Nóvember

Lag:Fyrr var oft í koti kátt..

 

Nú er komin nóvember,

nætur hverfa í skugga.

Kannski er ráð þá kvölda fer,

að kíkja í búðarglugga.

Í ljósadýrð handa öllum.

En hver sem vill þau feginn fá

þarf fullt af hundraðköllum.

Nú er úti norðanvindur /Upp er runninn öskudagur

Nú er úti norðanvindur, nú er

 hvítur Esjutindur. Ef ég ætti úti

 kindur mundi‘ ég láta þær allar

 inn, elsku besti vinurinn.

:,:Úmabarassa, úmbarassa,

úmbarassasa.:,:

 

 

 

 

Elsku besti stálagrér,

heyrirðu hvað ég segi þér:

-Þú hfur étið úldið smér

og dálítið af snæri

elsku vinurinn kæri.

:,:Úmabarassa, úmbarassa,

úmbarassasa.:,:

 

Þarna sé ég fé á beit

ei er því að leyna.

Nú er ég kominn upp í sveit

á rútinni hans Steina.

Skilurðu hvað ég meina?

:,: Úmabarassa,úmbarassa,

úmbarasaasa.:,:

 

Nú blánar yfir berjamó

Nú blánar yfir berjamó,

og börnin smá í mosató

og lautum leika sér.

Þau koma, koma kát og létt,

á kvikum fótum taka sprett

að tína, tína ber x2.

 

En heima situr amma ein,

að arni hvílir lúin bein,

og leikur bros á brá,

er koma þau með körfur inn

og kyssa ömmu á vangann sinn

og hlæja berjablá x 2.

 

Upp, upp upp á fjall

upp á fjallsins brún,

niður, niður ,niður, niður

alveg niður að tún.

Öskudagur

Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað

og elti menn og konur sem ekki vita um það.

Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ

lauma á poka, læðist burtu og hlæ.

Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir.

Svo dingla þeir þarna pokarnir, húllum hæ.

Ó mamma gefðu mér rós

Ó mamma gefðu mér rós í hárið á mér.
Tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur en hinn ekkert sér.
Ó mamma gefðu mér rós í hárið á mér.

Þegiðu stelpa þú færð enga rós.
Farðu heldur með henni Gunnu út í fjós.
Þar eru kálfar og þar eru kýr.
Og þar eru fötur til að mjólka í.

O o

O 0  Lag: Yfir kaldan eyðisand

Oddur segir oho,ho,

O, ég þarf að fara.

Olga svarar:so,so,so.

So,so farðu bara.

 

Öskudagur

Á öskudegi fer ég

með öskupoka af stað

og elta menn og konur

sem ekkert vita um það.

Hengi svo poka

á hinn og þennan sem ég næ,

lauma á þá poka

læðist burt og hlæ.

Svo dingla þeir pokarnir,

pokarnir, pokarnir.

Svo dingla þeir þarna pokarnir.

Húllumhæ!

Piparköku bakaravísur

 

Piparkökubakaravísur
Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðið yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló sykurs
saman við það, heillin mín.
Þegar öllu þessu er lokið
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið
og breiða það svo út á fjöl.

Pollafötin

Pollafötin, pollafötin

puðumst við nú í .

Úti regnið hylur

Stétt og stein hylur.

Pollafötin, pollafötin

puðumst við nú í.

Pósturinn Páll

Pósturinn Páll, pósturinn páll

pósturinn Páll og kötturinn Njáll.

Sést hann síðla nætur seinn er

ekki á fætur. Lætur pakka og bréf

í bílinn sinn.

 

Börnin þekkja Pál og bílinn hans.

Brosa og hlæja allir er Palli veifar.

Kannski, vertu þó ekki of viss.

Heyrist bank. Bank! Bank!

Dring ! Dring ! Dring !

Um lúgu læðist bréf.

(Fystu tvö erindin endurtekin.)

P p

P p Lag: Hjólin á strætó

 

Sjáðið poppið poppa

P,p,p,

Hoppi-popp

Skoppi-popp

Poppa, hoppa og skoppa

P,p,p

Pompa niðrá gólf.

 

Popp úr poka og potti

P,p,p,

Poka-popp

Potta-popp

Popp úr poka og potti

P,p,p,

Poppar upp í loft.

Rangur maður

Af hverju get ég ekki,

lifað eðilegu lífi?

Af hverju get ég ekki,

lifað bisneslífi.

Keypt mér húsbíl og íbúð.

 

Af hverju get ég ekki,

gengið menntaveginn

þangað til að ég æli.

Afhverju get ég ekki,

gert neitt af viti.

Af hverju fæddist ég lúser, jééé.

 

;;Ég er rangur maður

á röngum tíma

í vitlausu húsi;;

 

Af hverju er lífið svona ömurlegt,

ætli það sé skárra í Simbawe.

Afhverju var ég fullur á virkum degi,

af hverju mætti ég ekki í tíma.

 

Af hverju get ég ekki,

byrjað í íþróttum

og  hlaupa um eins og ansi.

Af hverju get ég ekki

verið jafn hamingjusamur

og Sigga og Grétar í Stjórninni,jééé.

 

;;Ég er rangur maður

á röngum tíma

í vitlausu húsi;;

 

Óli Prik

Óli prik

Punktur, punktur, komma strik,

þetta er hann Óli prik.

Hálsinn mjór, maginn stór,

hendur,hendur,fætur,fætur,

finnst þér ekki Óli sætur?

Hár,hár,hár,hár.

Nú er karlinn klár.

 

 

Auga, auga nef og munnur,

Þetta er hún/hann(nafns barnsins).

Hálsinn mjór,maginn stór,

hendur,hendur fætur,fætur,

ég hef á þér miklar mætur!

Hár,hár,hár,hár,

Svo ertu líka klár.

Rúnki fór í réttirnar

Runki fór í réttirnar

ríðandi á honum Sokka.

Yfir holt og hæðirnar

hann lét klárinn brokka.

Ryksugulag

1.)Ryksugan á fullu,

étur alla drullu,

tral-la-la-ra, tral-la-la-ra,

ral-la-la ramm.

Sópa burtu ryki

með kústi´og gömlu priki.

Tral-la-la-ra, tral-la-la-ra,

ral-la-la ramm.

Ef þú getur ekki sungið,

reyndu þá að klappa,

og ef þú getur klappað,

reyndu þá að stappa,

svo söngflokkurinn haldi sínu lagi

og syngi ekki sitt af hvortu tagi.

2.) Út með allan skítinn,

svo einhver vilji líta inn

tralla….

Skúra, skúbba´og bóna,

rífa´af öllum skóna,

tralla….

Ef þú getur ekki sugnið,

reyndu þá að klappa,

og ef þú getur ekki klappað,

reyndu þá að stappa,

svo söngflokkurinn haldi sínu lagi

og syngi ekki sitt af hvoru tagi.:,:

svo söngflokkurinn haldi sínu lagi

og syngi ekki sitt af hvoru tagi.:,:

 

Rigningin er rök og góð

Lag: Fljúga hvítu fiðrildin.

Rigningin er rök og góð,

ríkan ávöxt færir.

Fellur ofan hlý og hljóð,

hlúir að og nærir.

Fagna henni blómin blíð,

bleytu glöð þau lofa

Eins og börnin engilfríð, þau eiga

að fara að sofa.

 

Signir sól

Signir sól sérhvern hól.
Sveitin klæðist geisla kjól.
Blómin blíð björt og fríð blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleði brag.
Sumar ljóð, sæl og rjóð syngja börnin góð.

Gunnar M. Magnússon – Þýskt lag

Róum bát

Róum, róum, róum bát niður
lygna á. Við erum hress, við erum
kát, okkur liggur ekkert á.

S s

Lag: Fljúga hvítu…

 

Sunna litla uss, uss, uss.

Ekki þessi læti.

S,s,s,s sussu suss.

Sýndu minni kæti.

 

Ef þú getur ekki hætt.

Allir sveia  og fussa.

Reyndu nú að sofna sætt.

S,s ussu sussa.

Skýin

Við skýin felum ekki sólina af

illgirni.

Við skýin erum bara

að kíkja á leiki mannanna.

Við skýin sjáum ykkur hlaupa,

uu-úps,– í rokinu.

Klædd gulum, rauðum, grænum,

bláum regnkápum.

Eins og regnbogi meirstarans,

regnbogi meistarans.

Við skýin erum bara grá, bara

grá.

Á morgun kemur sólin,

hvað verðum um skýin þá?

Hvar þá, hvar þá, hvar þá hvar

þá,

hver þá, hvar þá, hver verum við

skýin þá?

Snjókorn falla

Lag: De var brennivin í flasken..

:Snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt.:

Nú er skemmtilegt að líta

okkar landið kalda og hvíta,

snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt.

Syngjum æ,æ, hopp og hí og hæ,

svo það hljómi í þorpi, borg og bæ,

inni í dölum upp í fjöllum ómar loft af

hlátrasköllum,

syngjum æ,æ hopp og hí og hæ.

 

 

Solla stirða

 

Solla stirða

Solla stirða heiti ég.

Klaufsk og klunnaleg.

 

Solla stirða, hér kem ég,

Haltrandi‘eins og spýtukall minn veg.

 

Mig landar svo að verða liðug,

Leika mér að fara í splitt.

 

Ég get ekki hlaupið um

Með hinum krökkunum,

Né gengið uppi´á grindverkum

Því ég er læst í liðamótunum.

 

Sjá bara hvað ég er stirð!

Ahh! Ayiee! Ahhh!

 

En mig langar svo mikið að vera liðug,

Leika mér að fara í splitt

 

…En ég get það bara ekki

 

Solla stirða heiti ég.

Klaufst og klunnaleg.

 

Ennþá get ég ekki þó

Á mig sjálfa reimað skó.

 

Mig langar svo að verða liðug,

Leika mér að fara´í splitt.

 

En ég get ekki þó reimað skó.

Sláðu og sláðu

Sláðu’ og sláðu með einum hamri,
sláðu’ og sláðu með einum hamri,
sláðu’ og sláðu með einum hamri,
og sláðu’ í allan dag.

Sláðu’ og sláðu með tveimur hömrum,
sláðu’ og sláðu með tveimur hömrum,
sláðu’ og sláðu með tveimur hömrum,
og sláðu’ í allan dag.

Sláðu’ og sláðu með þremur hömrum……
Sláðu’ og sláðu með fjórum hömrum……

– Enskt lag

Snjókorn falla

::Snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt::

Nú er skemmtilegt að líta

okkar landið kalda og hvíta.

Snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt.

Syngjum hæ, hæ, hopp og hí og hæ,

svo það hljómi í þorpi, borg og bæ.

Inní dölum uppá fjöllum ómar loft af hlátrasköllum.

Syngjum hæ, hæ, hopp og hí og hæ.

Sól, sól skín á mig

Sólin er risin sumar í bænum

sveititnar klæðast nú feldinum

grænum. Ómar allt lífið af ilríkum

söng uðaðsbjörtu dægrin löng.

 

Sól, sól skín á mig

ský, ský burt með þig.

Gott er í sólinni að gleðja sig

sól, sól skón á mig.

Sprengidagur

Lag: (Við erum söngvasveinar)

Á sprengidegi er bumban

að springa hreint á mér

því  magnið er ei smátt

sem í magann á mér fer.

Af saltkjöti og baunum

ég saðningu í magnn fæ

af saltkjöti og baunum

ég saddur verð og hlæ.

Já bragðgóðar eru baunirnar,

baunirnar, baunirnar.

Já braðgóðar eru baunirnar

húllumhæ!

Steinalag

Syngjum nú saman, syngjum nú öll.

Með sa-bó-kó-aj-e

ka-dó-ka-de x2

A-a-sa-bó-kó-aj-e

ka-dó-ka-de x2.

Stjörnur nútímans

Mikki mús byggði hús

húsið brann og Mikki rann.

Andrés Önd fór út í lönd og fékk sér

eldrauð axlabönd.

Oggi goggi gúmmí klaki

Elli pelli pikk og pú

Flinstone og frú að það ertu þú,

Jabb, dabba dú!

Sprengidagur

Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér

því magnið er ei smátt sem é magan á mér fer.

Af saltkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ

af saltkjöti og baunum ég saddur verð og hlæ.

Já bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar.

Já bragðgóðar eru baunirnar húllum hæ.

Sumarfötin

Sumarfötin, sumarfötin

Setjum inn í skáp

Geymum þau í vetur

Og klæðum okkur betur.

Sumarfötin, sumarfötin

Setjun inn í skáp.

Öxar við ána

Öxar við ána árdags í ljóma.

Upp rísi þjóðlið og skipist í sveit

skjótum upp fána skært lúðrar hljóma

skundum á Þingvöll og treystum vor heit

Fram, fram aldeir að víkja

Fram, fram bæði menn og fljóð

Tengjumst tryggðar böndum

Tökum saman höndum,

stíðum vinnum vorri þjóð.

 

Svartur

Svartan lakkrís sýg ég ört,

Svart er  prent á blaði.

Ystu myrkur eru svört

eins og lauf og spaði.

Syndum, syndum

Syndum, syndum í
Þorlákshafnarlaug. Mér er heitt
og mér er kalt í
Þorlákshafnarlaug. Bringusund,
skriðsund og hoppa´í laugina.Ég
vildi´ég gæti verið hér alla ævina.

Syrpan

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
kannski afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út,
út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.

Sigga litla systir mín
situr út í götu.
Er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Fuglinn segir bí, bí
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína.

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

Afi minn og amma mín
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann.
Þangað siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Tek ofan hattinn

Ef ég horfi beint af augum

og tek ofan hattinn

og gretti’ eins og nornin grimm

og lyfti báðum höndum

og stend á öðrum fæti

get ég talið upp í fimm!

1,2,3,4,5!

 

Ef ég horfi til hægri

og tek ofan hattinn

og halla mér vel á ská!

og kræki saman fingrum,

og blikka öðru auga

get ég takið upp í þrjá!

1,2,3!

 

Ef ég horfi til vinstri

og tek ofna hattinn

og beygi mig oní gólf.

og kitla mig í tánna

og klóra bak við eyrað

get ég talið upp í tólf!

1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12!

 

Ef ég horfi til jarðar

og tek ofan hattinn

og klappa á lærin tvö.

Og banka svo í kálfann

og klíp í handarkrikann

get ég talið upp í sjö!

1,2,3,4,5,6,7!

 

Ef ég horfi til himins

og tek ofan hattinn

og finn hvernig hár mitt vex

og strýk svo á mér vangann

og tromma á mér magann

get ég talið upp í sex!

1,2,3,4,5,6!

 

 

Tönnin mín

Tönnin mín
Tönnin mín, tönnin mín
tönnin mín er hvít og fín,
bursta ég þar og hér,
eins og vera ber.
Borða hollan góðan mat
svo að á tönnina ekki komi gat.
Tönnin mín, tönnin mín,
alltaf hvít og fín.

Tombai

Tombai, tombai

Tombai, tombai

Tombai,tomai,

tombai.

Don, don,don

Di ri di ri don

Tra la la la la

Tra la la la la

Tra la la la la   la

Hey!

Ú ú

Lag: Yfir kaldan eyðisand

Úlla hrópar ú,ú,ú,

Ú er skáð á spjöldin

Uglan segir ú-hú-hú

Úti seint á kvöldin

 

Um landið bruna bifreiðar

Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar,
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast alls staðar.
Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la-la-la. Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la.
Um loftin fljúga flugvélar, flugvélar, flugvélar,
með þeim við skulum fá oss far og ferðast alls staðar.
Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la-la-la. Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la.
Um höfin sigla skúturnar, skúturnar,skúturnar
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast alls staðar
Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la-la-la. Ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la.

Tönnin mín, tönnin mín

Lag. Signir sól

Tönnin mín, tönnin mín

tönnin mín er hvít og fín.

Burstuð hún, alltaf er

bæði þar og hér.

Borða góðan hollan mat

á tönnina ekki kemur gat.

Tönnin mín, tönnin mín

alltaf hvít og fín.

 

Tönnin er, með gati hér

grátandi hún líka er.

Burstuð hún ekki var

hvorki hér né þar.

Karíus á henni sat

og hjá í hana stærðar gat.

Tönnin er með gati hér

grátandi hún er.

Umferðavísur

Nýjar reglur skulu ríkja

Hæ fadderí, fadderallala.

til hægri skaltu hiklaust víkja

Hæ fadderí, fadderallala.

Því gaman er um götu og stétt

að geta farið alveg rétt.

Hæ fadderí, hæ faddera

Hæ fadderí, fadderallala.

 

Viljum yfir veginn fara.

Hæ fadderí, fadderallala.

Athugaðu áður bara

Hæ fadderí, fadderallala.

Að ekki komi bílar brátt

brennandi úr hægri og vinstri átt.

Hæ fadderí, hæ faddera

Hæ fadderí, fadderallala.

 

Við leikum okkur ekki á strætum.

Hæ fadderí, fadderallala.

Því undir bíl við orðið gætum.

Hæ fadderí, fadderallala.

Já, umferð verður ósköp fín

ef allir læra að gæta sín.

Hæ fadderí, hæ faddera

Hæ fadderí, fadderallala.

Úmbarassasyrpa

Úmbarassasyrpa
Litla Jörp með lipran fót
labbar götu þvera.
Hún skal seinna á mannamót
mig í söðli bera

Runki fór í réttirnar
ríðandi á honum Sokka.
Yfir holt og hæðirnar hann
lét klárinn brokka.

Fuglinn segir bí bí bí,
bí bí segir Stína.
Kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

Afi minn og amma mín
úti’ á bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
og þangað vil ég fljúga

Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hárklút þó,
háleistana hvíta

Út um mó, inn í skóg

Út um mó, inn í skóg,

upp í hlíð í grænni tó.

Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,

tína, tína, tína má.

 

Tína þá berjablá

börn í lautu til og frá.

Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,

tína, tína, tína má.

Upp á grænum, grænum

Upp á grænum, grænum,

himinháum hól

sá ég héra hjónin ganga.

Hann með trommu, bomm,

bomm, bomm, bomm bomm bomm,

hún með fiðlu sér við vanga.

Þá læddist að þeim ljótur byssu karl,

hann miðaði í hvelli.

En hann hitti bara trommuna sem small

og þau hlupu og héldu velli.

Út um strendur og stalla

Út um strendur og stalla

Hlakkar stór veiðibjalla

Heyrið ómana alla

Út um flóa og fjörð

A a a hollerase hía

Hollerase hía

Hollerase hía hollerase hú gú gú gú gú

Hollerase hía hollerase hú gú gú gú gú

Hollerase hía hú

Hérna er krían á kreiki,

þarna er krumminn á reiki

Börnin léttstíg í leiki

Fara  líka í dag ( A a a hollerase hía)

 

 

Út um mó, inn í skóg

Út um mó, inn í skóg
Út um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
Tína þá berjablá
börn í lautu til og frá. Þ
ar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má

Vinur minn

 

Vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með.

Í stórum hóp, inn um hlátrasköll,

Geta ævintýrin skeð.

Svo vertu velkominn, (klapp klapp)

Nýji vinur minn.

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með.

Vinir

:,:Ég sendi þér fingurkoss:,:

því við erum allra bestu

bestu, bestu vinir, vinir,

allra bestu, bestu, bestu vinir.

 

:,:Ég vinka og veifa þér:,:

Því við erum allra bestu…

bestu, bestu, vinir, vinir,

allra bestu, bestu bestu vinir.

 

Ég brosi breitt til þín,

því þú ert gleði mín.

Því við erum allra bestu…..

Vinir!

Við erum söngvasveinar

Við erum söngvasveinar á

 leiðinni út í lönd. Við erum

 söngvasveinar á leiðinni út í lönd.

 Leikum á flautu, skógarhorn og

skógarhorn. Leikum á flautu, fiðlu

 og skógarhorn.

 

Við getum dansað, dansað dátt,

dansað dátt, dansað dátt. Og við

getum dansað, dansað dátt,

 dansað dátt.

Við erum góð

Við erum góð, góð hvert við
annað. Stríðum ekki eða meiðum
neinn. Þegar við grátum huggar
okkur einhver, þerrar tár og
klappar okkar kinn.

U u

Lag:Fjúga hvítu …….

Ef þú ferð að ulla á mig,

u,u ljóti Tóti

u,u,u, ég ulla á þig,

ég ulla bara á móti.

 

Við kveikjum einu kerti á.

1. Við kveikjum einu kerti á.

Hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og Jesús barnið er.

2. Við kveikjum tveimur kertum á

og komu bíðum hans,

því Drottinn sjálfur soninn þá

mun senda´í líkning manns.

3. Við kveikjum þremur kertum á,

því konungs beðið er,

þó Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.

4. Við kveikjum fjórum kertum á

brátt kemur gesturinn,

og allar þjóðir þurfa að sjá

að það er freslarinn.

Við erum vinir

Við erum vinir, við erum vinir, ég

og þú, ég og þú. Leikum okkur

saman, leikum okkur saman, ég

og þú, ég og þú.

Út mela og móa

Út um mela og móa

syngur mjúkrödduð lóa

og frá sporléttum spóa

heyrist sprellfjörugt lag

A a a hollersae hía

hollersae hú gú gú

hollersae hú gú gú

hollersae hía hollersae hú gú gú

hollersae hía hollersae hú gú gú

hollersae hía hú

Vorljóð

Vorljóð

Með vindinum þjóta skúraský,

drýpur drop, drop.drop,

drýpur drop, drop.drop.

Og droparnir hníga og detta’ á ný.

drýpur drop, drop.drop,

drýpur drop, drop.drop.

 

Nú smáblómin vakna eftir vetrablund.

Drýpur drop, drop.drop,

drýpur drop, drop.drop.

Þau augu sín opna, er grænkar grund.

Drýpur drop, drop.drop,

drýpur drop, drop.drop.

Við skulum róa sjóinn á

Við skulum róa sjóinn á

að sækja okkur ýsu.

En ef hann krummi kemur þá

og kallar á hana Dísu?

Það á að gefa börnunum

Það á að gefa börnum brauð

að bíta í á jólunum,

kertaljós og klæðin rauð,

svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð,

Sem fjalla gekk á hólunum,

Nú er hún gamla Grýla dauð,

gafst hún upp á rólunum.

Það á að gefa börnum.

Það á að gefa börnum brauð

að bíta í á jólunum,

kertaljós og klæðin rauð,

svo komist þau út bólunum.

væna flís af feitum sauð,

sem fjalla gekk á hólunum,

nú er hún gamla Grýla dauð,

gafst hún upp á rólunum.

Það var einu sinni api

 

Það var einu sinni api í ofsa góðu skapi.

Hann vildi ekki grautinn

svo hann fékk sér banana.

Bananana, amm, amm. Bananana, amm, amm.

Bananananna, Bananananna,

Bananana amm, amm.

 

Það var einu sinni slanga

sem slungin var að hanga. Hún þoldi

ekki apa svo hún fékk sér banana. Bananana, tsss, tsss.

Bananana, tsss, tsss. Bananananna, Bananananna,

Bananana, tsss, tsss.

 

Þorraþrællinn 1866

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð.

Kveður kuldaljóð Kári´í jötunmóð.

Yfir laxalóni liggur klakaþil

hlær við hriðarbyl hamragil.

Mararbára blá brotnar þung og há

unnar steinum á yggld og gretta á  brá.

Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn.

Hamar hlutinn sinn hásetinn.

 

Þorramatur

Lag: A-ram-sa-sa

Ó hangikjöt, ó hangikjöt,

og rófustappa, grænar baunir og

súrhvalur,

ó hangikjöt, ó hangikjöt

og sviðasulta, hrústpungar og

harðfiskur.

;: Og hákarl og flatbrauð,

mér finnst svo gott að ,

borða allan þennan mat;:

 

Þula um þorrann

Þorri hefur þennan sið.

Þyrlar snjónum hvíta.

Aldrei má hann óhræsið

Erlu mína bíta.

Þorraþrællinn

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð.

Kveður kuldaljóð Kári´ í jötunmóð.

Yfir laxalóni liggur klakaþil

hlær við hríðarbyl hamragil.

Mararbára blá brotnar þung og há

unnar steinum á yggld og grett á brá.

Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn.

Harmar hlutinn sinn hásetinn.

 

Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn:

,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin.

Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél

yfir móa´ og mel, myrkt sem hel.”

Bóndans býli á björtum þeytir snjá.

Hjúin döpur hjá honum sitja þá.

Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt:

Brátt er búrið autt, búið snautt.

 

Þögull þorri heyrir þetta harmakvein,

en gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein,

engri skepnu eirir, alla fjær og nær

kuldaklónum slær og kalt við hlær:

Bóndi minn, þitt bú betur stunda þú.

Hugarhrelling súr er hart þér þjakar nú,

þá mun hverfa´ en fleiri höpp þér falla í skaut.

Senn er sigruð þraut, ég svíf á braut.

Vorið er komið

Vorið er komið og grundirnar

gróa,gilin og lækirnir fossa af

brún. Syngur í runni og senn

kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún.

Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðra sig blikinn og æðurinn fer, hæðirnar brosa

og hlíðarnar dala, hóar þar smali

og rekur á ból, lömbin sér una um

blómgaða bala, börnin sér leika

að skeljum á hól.

Þykkvabæjarrokk

Þegar ég var pínulítill patti

var mamma vön að vagga mér í vöggu

í þeim gömlu kartöflugörðnum heima.

Það var í miðjum Þykkvabænum

svona 1.6 km frá sænum

í gömlu, kartöflugörðunum heima:

 

Og þegar kartöflurnar fara að mygla

hætta þær að fara í fyrsta flokk

í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.

Það var í miðjum Þykkabænum

svona 1.6 km frá sænum

í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.

Þýtur blái bíllinn hjá

Þýtur blái bílinn hjá

Í Bergheimum var sendur

Kata er orðin berjablá

Bæði um munn og hendur.

Þýtur í laufi

Þýtur í laufi, bálið brennur.
Blærinn hvíslar: ”sofðu rótt”.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur gaman,
gleðin, hún býr í fjallasal.

Lóan er komin

Lóan er komin að kveðja burt snjóinn

Litli Siggi


Lag: Allir krakkar
Litli Siggi og litla Sigga
löbbuðu út í mó.
Bæði ber að tína
í berjafötu sína.
Það var gaman, það var gaman.
Hopp og hæ og hó!
Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.

Kalli litli kónguló

Kalli litli kónguló klifraði upp á vegg.
svo kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp.
Þá gat Kalli litli kónguló klifrað upp á
topp.

Drippedí-dripp, drippedí-dropp

Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí-dropp.
Rigning hér og rigning þar
já, rigningin er alls staðar
en sama er mér og sama er þér
við sullum og bullum hér.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí-dropp.

Við klöppum öll

Við klöppum öll í einu
Við klöppum öll í einu,
Við klöppum öll í einu, það líkar okkur best.
(Hoppum, stöppum, vinkum, læðumst,
leggjumst, grátum, hlæjum, sofum, hvíslum,
smellum o.s.frv.)

Tvö skref til hægri

Tvö skref til hægri
og tvö skref til vinstri.
Beygja arma, rétta arma
Klappi, klappi, klapp.
Hálfan hægri hring,
hálfan vinstri hring.
Hné og magi, brjóst og enni
Klappi, klappi, klapp.
Hreyfingar eru gerðar í samræmi við textann.

Vikudagarnir

Sunnudagur og sitja saman.
Mánudagur og Mannfreð bakar.
Þriðjudagur og þvott á snúru.
Miðvikudagur og mæðir á.
Fimmtudagur og fara´í heimsókn.
Föstudagur og fullt að kaupa.
Laugardagur og laga til
1,2,3,4,5,6,7
dagar og kallast Vika!