Fataklefi

 

Fataklefi

Þar sem börnin fara nær daglega út, þurfa fötin að vera í samræmi við veður hverju sinni. Í leikskólanum eru börnin að fást við ýmiskonar efnivið og geta því hæglega óhreinkað föt sín.

Í fatakassa eiga að vera buxur, peysa, bolur, sokkabuxur, nærföt og sokkar. Ef eitthvað er notað úr kassanum er merkt við hvað vantar og er æskilegt að bæta í hann næsta dag.

Á snaga og í hólfi þarf að vera úlpa, pollagalli, hlýpeysa, 2 pör af vettlingum og húfa. Á veturna þarf að vera kuldagalli og á sumrin þarf að vera létt húfa eða buff. Á skóhillu þarf að hafa stígvél og ýmist kuldaskó eða strigaskó eftir færð og árstíma.

Ef föt blotna eða verða skítug eru þau sett í taupoka sem þið eruð vinsamlega beðin um að þvo og skila aftur í leikskólann.

  • Allur fatnaður þarf að vera vel merktur barninu sjálfu og þess vegna er mikilvægt að merkja allt vel.
  • Börn sem nota bleiu koma með sínar eigin og best er að koma með einn pakka sem við geymum í leikskólanum.
  • Börnin eru í inniskóm
  • Í leikskólanum er gaman en það getur verið leiðinlegt að komast ekki út að leika vegna þess að það vantar fatnað.

Þegar verið er að venja börn af bleyju þarf að sjálfsögðu að vera mun meira af aukafötum.

Rögn er fyrirtæki sem útbýr nafnaborða og merki til þess að merkja fatnað. Hægt er að panta og ganga frá greiðslu á netinu og sent heim. slóðin er http://www.rogn.is.