Fréttir Goðheimar

Goðheimar á 9-una í júlí

Goðheimar á 9-una í júlí

Í gær fórum við í heimsókn á 9-una. Börnin sungu fyrir gamla fólkið og svo fengu þau kex og safa. þar sem veðrið var gott vorum við úti og fannst börnunum gaman að leika sér á lóðinni. Sérstaklega fannst þeim gaman að sjá stóra steininn sem er með gati í gegn :)
Lesa fréttina Goðheimar á 9-una í júlí
Goðheimar- Ís og setbergsróló

Goðheimar- Ís og setbergsróló

Í dag fundum við síðasta hólkinn í ratleiknum og var það stafurinn O. Nú erum við búin að mynda orð með öllum bókstöfunum og orðið var Töfrapoki. Krakkarnir fegnu þá töfrapoka og í honum leyndist frostpinni. Þetta var mjög gaman þrátt fyrir smá rigningu.
Lesa fréttina Goðheimar- Ís og setbergsróló
Goðheimar- Ratleikur í skrúðgarði og ráðhúsi

Goðheimar- Ratleikur í skrúðgarði og ráðhúsi

Í vikunni héldum við áfram með ratleikinn og fórum við bæði í skrúðgarðinn og ráðhúsið. Við enduðum svo á hoppubelgnum og krakkarnir skemmtu sér vel.
Lesa fréttina Goðheimar- Ratleikur í skrúðgarði og ráðhúsi
Goðheimar- Ratleikur á Oddabrautarróló, skólalóð og íþróttavelli

Goðheimar- Ratleikur á Oddabrautarróló, skólalóð og íþróttavelli

Í vikunni byrjuðum við á ratleik sem hún Hafdís bjó til. Fyrst fórum við á Oddabrautarróló og fundum þar fyrsta hólkinn. Í hólkinum fáum við ýmis skemmtileg verkefni til að leysa og einnig bókstaf. Seinna í vikunni fórum við á skólalóðina og íþróttavöllinn og fundum þar næstu verkefni til að leysa. …
Lesa fréttina Goðheimar- Ratleikur á Oddabrautarróló, skólalóð og íþróttavelli
Goðheimar- Hjóla- og grilldagur

Goðheimar- Hjóla- og grilldagur

Í dag var hjóladagur og fórum við út að hjóla strax eftir morgunmatinn. Lögreglan kom og skoðaði hjólin og hjálmana þeirra og þau fengu svo límmiða á hjólin sín. Við fengum svo grillaðar pylsur og borðuðum við úti í góða veðrinu. Eftir hádegi fórum við svo nokkrir í göngutúr á meðan aðrir héldu áfra…
Lesa fréttina Goðheimar- Hjóla- og grilldagur
Goðheimar- Afmælisbarn maímánaðar 2020

Goðheimar- Afmælisbarn maímánaðar 2020

Bergþór Darri varð 4 ára þann 20.maí síðastliðinn. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn sinn.
Lesa fréttina Goðheimar- Afmælisbarn maímánaðar 2020
Goðheimar- Hesthúsaferð 2020

Goðheimar- Hesthúsaferð 2020

Við fórum í langa göngferð upp í hesthús til að skoða litlu lömbin og foreldra þeirra, ærnar og hrútinn. Tommi tók fyrst á móti okkur og sýndi okkur litlu lömbin. Kolla tók svo á móti okkur og sýndi okkur hestana sína og hundana. Snædís Ugla kynnti okkur fyrur henni Lukku sinni og sýndi okkur hnakki…
Lesa fréttina Goðheimar- Hesthúsaferð 2020
Goðheimar- Gönguferð í móanum

Goðheimar- Gönguferð í móanum

Við fórum í gönguferð í móanum í mikilli rigningu. Börnin skemmtu sér mjög vel og fundu þau mikið af fallegum blómum, trjágreinum og rabarbara. Sumir smökkuðu á rabarbaranum á meðan aðrir fundu orma sem létu sjá sig í rigningunni. 
Lesa fréttina Goðheimar- Gönguferð í móanum
Bergheimar hjólaþvottastöð í útiveru

Bergheimar hjólaþvottastöð í útiveru

Útbúin var hjólaþvottastöð á leikskólalóðinni. Börnin skemmtu sér konunglega eins og myndirnar sýna :)
Lesa fréttina Bergheimar hjólaþvottastöð í útiveru