Náms- og starfsráðgjafi

Ársskýrsla 2018 - 2019

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, eru að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
 
Aðstoð náms- og starfsráðgjafa felst meðal annars í að:
• Liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg
• Veita nemendum aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum
• Aðstoða nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeina þeim við áframhaldandi nám og starf
• Standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda
• Veita ráðgjöf um námstækni og skipulögð vinnubrögð
• Veita persónulega ráðgjöf og stuðning
 
Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
 
Unnur Ásbergsdóttir er náms- og starfsráðgjafi Grunnskólans í Þorlákshöfn