Nemendaverndarráð

Meginhlutverk nemendaverndarráðs er að gæta hagsmuna barna í skólanum, vernda þau og styðja. Nemendaverndarráð tekur við öllum tilvísunum vegna nemenda sem þurfa sérstakan stuðning eða aðstoð vegna líkamlegra, félagslegra og/eða sálrænna erfiðleika. Metur þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara o.s.frv.). Ræðir málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu eða tilvísanir til sérfræðinga. Vísar málefnum einstakra nemenda til viðeigandi úrlausnar s.s. teymis gegn eineltis, nemendateymis, námsráðgjafa eða annarra úrræða sem skóli og sveitarfélag hefur. Fjallar um og afgreiðir tilkynningar og aðrar upplýsingar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur vegna barnalaga og barnaverndarlaga. Er til samráðs vegna einstakra nemenda við aðila utan skólans, s.s. félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL o.fl. Hefur yfirsýn með og fylgir eftir starfsemi nemendateyma sem ráðið vísar málum til og fara yfir stöðu málefna barna þar sem nemendateymi er starfandi.