Tilkynning til barnaverndar - verklagsreglur

Skylda er að gera barnaverndarnefnd viðvart ef grunur leikur á að börn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða þau stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Tilkynningarskyldan gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu. Það er hlutverk kennara að meta hvort ástand, líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til barnaverndar. Tilkynna á um grun en ekki einungis staðfestar sannanir því það er hlutverk barnaverndarnefnda eða starfsmanna þeirra að vega og meta hvort grunur sé á rökum reistur.

Skólinn hefur sett sér veklagsregur hvað varðar tilkynningar. Verklegsreglurnar má finna með því að smella hér.