Um skólann

Grunnskólinn í Þorlákshöfn er heildstæður grunnskóli með nemendur frá 1. – 10. bekk. Skólinn er staðsettur í afar rúmgóðu og hentugu skólahúsnæði við Egilsbraut 35 í Þorlákshöfn.
Skólinn er einsetinn með eina bekkjardeild í hverjum árgangi nema í 6. bekk þar sem eru tvær bekkjardeildir. 1. – 5. bekk er kennt í þeim hluta skólans sem kenndur hefur verið við Suðurvör og 6. – 10. bekk í Norðurvör.
Íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð bæjarins sem er staðsett við hlið skólans. Skólinn er tveggja anna skóli (með haustönn og vorönn) og skiptist í þrjú stig, yngsta stig (1.-4. bekkur), miðstig (5. – 7. bekkur) og elsta stig (8. - 10. bekkur).
55 starfsmenn eru í starfsliði skólans og nemendur eru 230 við upphaf skólaárs 2018