Áfallaáætlun

Áfallaáætlun skólans skal hafa við höndina og nýta þegar þarf að skipuleggja áfallahjálp fyrir nemendur eða starfsfólk skólans. Samkomulag og vitneskja allra aðila þarf að vera um hvernig bregðast á við áföllum. Upplýsa þarf allt starfsfólk skólans um viðbrögð við áföllum og efla það til að takast á við erfiðleika sem fylgja áföllum. Ávallt skal taka tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð við áföllum eru ákveðin.

Áfallaráð Grunnskólans í Þorlákshöfn:

 • Skólastjóri - Jónína Magnúsdóttir   
 • Aðstoðarskólastjóri - Ragnhildur Þorsteindóttir
 • Ritari skólans - Ólafía Helga Þórðardóttir
 • Námsráðgjafi - Unnur Ásbergsdóttir

Aðstoðarfólk sem áfallaráð getur leitað til:

 • Náms- og starfsráðgjafi
 • Skólasálfræðingar
 • Sóknarprestur
 • Deildarstjóri stoðþjónustu
 • Skólahjúkrunarfræðingur
 • Heilsugæslulæknir
 • Lögregla

Hlutverk áfallaráðs er að:

 • Verkstýra við válega atburði.
 • Huga að óskum þeirra fjölskyldna sem hlut eiga að máli hverju sinni.
 • Sinna forvinnu og forvörnum með kynningum fyrir allt starfsfólk.
 • Útbúa vinnuáætlanir um hver gerir hvað hverju sinni, í hvaða röð og hvernig bregðast eigi við í hverju tilviki fyrir sig.
 • Fá hjálp og stuðning fyrir starfsfólk skólans
 • Funda eins fljótt og mögulegt er ef válegur atburður hefur orðið, óháð dagsetningu og tíma.

 • Hlutverk áfallaráðs er að:

  • Verkstýra við válega atburði.
  • Huga að óskum þeirra fjölskyldna sem hlut eiga að máli hverju sinni.
  • Sinna forvinnu og forvörnum með kynningum fyrir allt starfsfólk.
  • Útbúa vinnuáætlanir um hver gerir hvað hverju sinni, í hvaða röð og hvernig bregðast eigi við í hverju tilviki fyrir sig.
  • Fá hjálp og stuðning fyrir starfsfólk skólans
  • Funda eins fljótt og mögulegt er ef válegur atburður hefur orðið, óháð dagsetningu og tíma.

  Skilgreining á áföllum

  Áföll eru skilgreind sem:

  • Alvarleg slys (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
  • Alvarleg veikindi (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
  • Langvinnir sjúkdómar (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
  • Andlát (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
  • Að verða vitni að eða lenda í voveiflegum atburði.

   

  Áfallaráð fundar í byrjun hvers skólaárs og fer yfir hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda/starfsmanna vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Í framhaldi er tekin ákvörðun um hvort og þá til hvaða aðgerða skuli gripið.

  Einstaklingar sem hafa lent í áföllum sýna mismunandi einkenni streitu og í mismiklum mæli. Oft er talað um annars vegar bráðaeinkenni og hins vegar langvarandi álag. Tillitsemi við hlutaðeigandi er í hávegum höfð.

  Skólastjóri er alltaf eini tengiliður skólans við fjölmiðla og ávallt skal vísa á hann.

  Nemendur

  Langvinnir sjúkdómar/alvarleg veikindi nemenda:

  • Viðkomandi starfsfólki og bekkjarfélögum er greint frá því ef nemandi þarf að vera langdvölum frá skóla vegna alvarlegra veikinda.
  • Áfallaráð skipuleggur fræðslu til nemenda og starfsfólk um einkenni sjúkdóms eða veikinda.
  • Áfallaráð ákveður hvernig eigi að taka á námi hjá viðkomandi nemanda í samráði við umsjónarkennara og hversu mikil vinna fari í gang með viðkomandi bekk.
  • Fulltrúi/fulltrúar áfallaráðs ásamt umsjónarkennara ræða við og vinna með nemendum í einstaka bekkjum sem tengjast málinu eftir aðstæðum.
  • Atburðinum skal sýna virðingu án þess þó að gera of mikið úr. Bekkurinn getur m.a. sent kveðju.

  Allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.

  Þegar nemandi kemur aftur í skólann:

  • Undirbúa þarf bekkjarfélaga hvernig taka skuli á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann, það getur auðveldað viðkomandi endurkomuna.
  • Umsjónarkennari og náms- og starfsráðgjafi ræða við nemandann áður en hann kemur í skólann og hlusta eftir því hvernig honum líður og hverju hann kann að kvíða.
  • Umsjónarkennari fylgir viðkomandi nemanda sérstaklega eftir næstu vikur.

   

  Alvarlegt slys á nemanda

  Ef slys verður í skólanum:

  • Þeir sem koma að slysi, hringja eftir sjúkrabíl og veita fyrstu hjálp. Aldrei má skilja nemanda eftir einan.
  • Fulltrúi áfallaráðs hefur samband við forráðamenn og lögreglu sem allra fyrst.
  • Áfallaráð fundar og ákveður hvernig eigi að bregðast við.
  • Fulltrúi áfallaráðs og umsjónarkennari ræða við nemendur í einstaka bekkjum sem tengjast málinu.
  • Starfsfólki og nemendum er greint frá slysinu eins fljótt og auðið er. Í mjög alvarlegum tilfellum þarf að kalla allt starfsfólk saman til fundar þar sem farið er yfir staðreyndir málsins.
  • Skólastjórnendur reyna að koma í veg fyrir það að nemendur eða starfsfólk fari úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um málið. Í því sambandi gæti þurft að senda bréf heim með nemendum eða hringja í forráðamenn nemenda.
  • Sýni fjölmiðlar málinu áhuga er skólastjóri eða staðgengill hans eini tengiliður við þá. Ávallt skal vísa á þá.

  Allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.

  Ef slys verður utan skólatíma:

  • Áfallaráð fundar þegar vitneskja fæst um málið og ákveður hvernig skuli bregðast við.
  • Viðkomandi starfsfólki og bekkjarfélögum er tilkynnt um slysið.

  Næstu dagar:

  • Ört upplýsingastreymi til skólans er mikilvægt.
  • Umsjónarkennari sér um að koma upplýsingum til nemenda.
  • Fulltrúi áfallaráðs eða umsjónarkennari hafa samband við forráðamenn um hvort heimsóknir séu æskilegar.
  • Sýna þarf atburðinum virðingu án þess þó að velta sér upp úr honum. Sem dæmi þá getur bekkurinn sent kveðju eða skipulagt heimsóknir.

  Þegar nemandi kemur aftur í skólann:

  • Umsjónarkennari, ásamt fulltrúa úr áfallaráði, ræðir við nemandann áður en hann kemur aftur í skólann og hlustar eftir því hvernig honum líður.
  • Umsjónarkennari, í samráði við áfallaráð, undirbýr bekkinn undir það hvernig eigi að taka á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann. Góður undirbúningur getur auðveldað nemandanum endurkomuna.
  • Umsjónarkennari fylgist sérstaklega með nemandanum næstu vikur.

   

  Andlát nemanda

  • Skólastjórar afla staðfestra upplýsinga og hafa samband við viðkomandi aðila.
  • Skólastjóri kallar saman áfallaráð og ef til vill sóknarprest alveg óháð tíma og dagsetningu. Á þeim fundi ákveður áfallaráð fyrstu viðbrögð skólans og skiptir með sér verkum.
  • Athugið að allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.
  • Ganga þarf úr skugga um að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða starfa við skólann, fái fréttirnar einslega en ekki í stórum hópi.
  • Skólastjórar, umsjónarkennari tilkynna andlátið strax í viðkomandi bekkjardeild. Hlúð er að nemendum með aðstoð þeirra sem áfallaráð getur leitað til. Gott er að kveikja á kerti og jafnvel fá prest til að koma í skólann.
  • Umsjónarkennarar tilkynna andlátið í öðrum bekkjardeildum og mikilvægt er að allir fái fréttirnar samtímis.
  • Fáni er dreginn í hálfa stöng við skólann þegar búið er að tilkynna nemendum andlátið.

  Vinna í viðkomandi bekk sama dag:

  • Umsjónarkennari verði með sínum bekk það sem eftir er af skóladegi.
  • Hafa kerti logandi í kennslustofunni.
  • Nemendum gefið tækifæri til að ræða atburðinn og tilfinningar sem eflaust hafa kviknað í framhaldinu.
  • Áfallaráð og aðrir sem hafa verið kallaðir til verði til taks ef á þarf að halda.
  • Fulltrúi áfallaráðs eða umsjónarkennari viðkomandi bekkjar hringi heim og tilkynni foreldrum um atburðinn.
  • Bréf sent heim til allra nemenda skólans þar sem greint er frá atburðinum og því hvernig skólastarfið verði næstu daga.
  • Ritari kannar hverjir voru ekki í skólanum þennan dag og tryggir að þeim sé tilkynnt um atburðinn sérstaklega.

  Í lok dagsins skal áfallaráð funda ásamt umsjónarkennara, fara yfir stöðuna og gera áætlun um áframhaldandi vinnu.

  Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda með samúðarkveðju einhvern næstu daga á eftir.

  Vinna í viðkomandi bekk næstu daga á eftir:

  • Umsjónarkennari tekur á móti bekknum strax að morgni næstu daga.
  • Kveikt á kerti og það látið loga fram yfir jarðarför.
  • Bekkjarsystkini útbúa samúðarkveðju og/eða minningargrein. Einnig geta nemendur teiknað myndir, skrifað bréf, ljóð eða sögur.
  • Eigur látna nemandans eru fjarlægðar smátt og smátt úr skólastofunni og þess gætt að fjarlægja ekki allt í einu.
  • Áfallaráð gæti fengið sóknarprest til að greina nemendum frá því sem gerist næstu daga, þ.e. kistulagning og jarðarför.
  • Ef ákveðið er, í samráði við fjölskyldu viðkomandi, að nemendur verði við jarðarförina, þá þarf að undirbúa það vandlega í samráði við forráðamenn hvers nemanda sem og aðstandendur hins látna. Nauðsynlegt er að forráðamenn hvers nemenda fari með sínu barni í jarðarförina. Sóknarprestur er fenginn til að koma í bekkinn og útskýra hvernig athöfnin fer fram.
  • Kennslustundir næstu daga verða að vera sveigjanlegar, ef spurningar vakna hjá nemendum, eða þeir sýna viðbrögð eins og reiði, sorg, sektarkennd o.s.frv. Mikilvægt er að leyfa börnum að tjá tilfinningar sínar og segja frá eigin reynslusögum.
  • Skólastjórnendur, umsjónarkennari og þeir sem tengst hafa nemandanum verða við jarðarförina.

  Til umhugsunar:

  • Gefið sorginni tíma.
  • Þegar frá líður þarf að muna eftir dagsetningunni.
  • Hefðbundið skólastarf veitir öryggi og sefar ótta og kvíða.
  • Athugið að umsjónarkennarinn þarf einnig sjálfur stuðning og hjálp.

   

  Aðstandendur

  Alvarleg veikindi aðstandenda nemenda

  • Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fær staðfestingu á veikindum hjá forráðamanni nemandans.
  • Áfallaráð kemur upplýsingum til þeirra sem málið varðar.
  • Nemendaverndarráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.

  Alvarleg slys aðstandenda nemenda

  • Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fær staðfestingu á slysinu hjá forráðamanni nemandans.
  • Áfallaráð kemur upplýsingum til þeirra sem málið varðar.
  • Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig eigi að vinna það.
  • Fulltrúar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara við að undirbúa bekkjarsystkini undir það hvernig tekið veður á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann.

  Andlát aðstandenda nemenda

  • Skólastjórnendur aflar upplýsinga um atburðinn.
  • Áfallaráð tilkynnir umsjónarkennara nemandans um andlátið.
  • Áfallaráð fundar og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.

   

  Athugið að allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og mikilvægt að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

   

  • Skólastjórnendur og umsjónarkennari koma upplýsingum til bekkjarsystkina nemandans. Athuga þarf sérstaklega hvort náin skyldmenni séu við nám eða störf við skólann og láta þau vita einslega en ekki í hópi.
  • Skólastjórnendur og umsjónarkennari tilkynna starfsfólki skólans um atburðinn. Athugið að allt starfsfólk fái upplýsingarnar, einnig þeir sem eru fjarverandi eða í útigæslu.
  • Umsjónarkennari stjórnar áframhaldandi vinnu í bekknum og leitar aðstoðar hjá áfallaráði eftir þörfum.
  • Bekkjarsystkini útbúa samúðarkveðju.
  • Skólastjórnendur sjá um að senda samúðarkveðju frá skólanum til nemandans og fjölskyldu hans.

  Áfallaráð ákveður í samráði við fjölskyldu viðkomandi hvort fulltrúar skólans verði viðstaddir útförina.

   

  Áfallaráð aðstoðar umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn undir það hvernir tekið verði á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann. Góður undirbúningur getur auðveldað nemandanum endurkomuna í skólann.

  Starfsfólk skólans

  Alvarleg veikindi starfsmanns

  Skólastjórnendur og áfallaráð ákveða í samráði við vinkomandi starfsmann hvernig skuli tilkynna nemendum og starfsfólki um veikindin.

  Alvarlegt slys starfsmanns

  Skólastjórnendur og áfallaráð ákveða í samráði við viðkomandi starfsmann og/eða aðstandendur hans hvernig tilkynna eigi nemendum og starfsfólki slysið.

  Andlát starfsmanns

  • Skólastjórnendur og áfallaráð leita staðfestra upplýsinga um andlátið.
  • Skólastjórnendur og áfallaráð tilkynna starfsfólki um andlátið. Aðstoð prests er fengin ef þörf þykir. Athuga að náin skyldmenni látins starfsmanns sem eru við störf í skólanum og fái fréttirnar sérstaklega, en ekki í öllum starfsmannahópnum.
  • Hafa ber í huga að einhver starfsmaður gæti verið fjarverandi og að fulltrúi úr áfallaráði tilkynni þeim andlátið sérstaklega.
  • Áfallaráð skipuleggur samverustund alls starfsfólks, (ásamt presti ef hann hefur verið kallaður til), samdægurs eða eins fljótt og auðið er.
  • Áfallaráð ákveður hvernig tilkynna skuli nemendum um andlátið.
  • Áfallaráð ákveður hvernig eigi að koma upplýsingum til forráðamanna nemenda.
  • Ef umsjónarkennari fellur frá þá tilkynna skólastjórnendur (og prestur ef hann hefur verið kallaður til) þeim um andlátið.
  • Fulltrúar úr áfallaráði ræða við nemendur úr öðrum bekkjum eftir því sem þörf er á.
  • Áfallaráð eða fulltrúar úr því heimsækja nánustu aðstandendur í samráði við þá.
  • Skólastjóri sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda fyrir hönd skólans.

  Andlát maka starfsmanns

  • Skólastjórnendur leita staðfestra upplýsinga um andlátið.
  • Skólastjórnendur upplýsa allt starfsfólk skólans um andlátið.
  • Hafa ber í huga að einhver starfsmaður gæti verið fjarverandi og að fulltrúi úr áfallaráði tilkynni þeim andlátið sérstaklega.
  • Ef maki umsjónarkennara fellur frá þá tilkynnir skólastjóri umsjónarbekk um andlátið.
  • Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum er komið til forráðamanna nemenda.
  • Fulltrúar áfallaráðs meta og veita umsjónarbekk stuðning ef þörf er á.
  • Fulltrúar áfallaráðs ræða við nemendur úr öðrum bekkjum eftir því sem þörf er á.
  • Fulltrúar áfallaráðs heimsækja viðkomandi starfsmann.
  • Skólastjórnendur, fyrir hönd skólans, senda starfsmanninum og fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

  Ferðalög

  Verði alvarlegt slys eða dauðsfall á ferðalagi á vegum skólans ber að fylgja eftirfarandi aðgerðalista:

  1. Hringt í 112
  2. Lögregla lætur aðstandendur viðkomandi nemanda/starfsmanns vita.
  3. Starfsmenn í forsvari fyrir nemendahópnum koma sér saman um hver þeirra verður í forsvari.
  4. Forsvarsmaður lætur skólastjóra/áfallaráð vita af atburðinum.
  5. Áfallaráð ákveður í samráði við prest hvernig aðstandendur viðkomandi skólafélaga eru látnir vita af atburðinum.
  6. Starfsmenn safna nemendum saman. Útskýrt fyrir þeim eins og mögulegt er hvað hefur gerst.
  7. Heimferð er skipulögð eins fljótt og mögulegt er.
  8. Skólastjórnendur/áfallaráð láta foreldra þeirra sem í ferðinni eru vita eins fljótt og hægt er.
  9. Áfallaráð tekur á móti nemendum þegar komið er í skóla. Forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín. Frekari vinna er skipulögð af áfallaráði og kennurum miðað við ofangreinda aðgerðalista fyrir slys og/eða dauðsföll.

  Athugið að allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.

   Ef kalla þarf sjúkrabíl að skólanum

  • Sá sem kallar til sjúkrabíl lætur ritara vita.
  • Ritari kallar til skólastjórnendur og húsvörð.

  Skólastjórnendur og húsvörður skipuleggja aðkomu sjúkrabílsins, afmarka svæðið og huga að gæslu fyrir utan skólann ef þörf