Áfallaáætlun

 Áfallaáætlun skólans skal hafa við höndina og nýta þegar þarf að skipuleggja áfallahjálp fyrir nemendur eða starfsfólk skólans. Samkomulag og vitneskja allra aðila þarf að vera um hvernig bregðast á við áföllum. Upplýsa þarf allt starfsfólk skólans um viðbrögð við áföllum og efla það til að takast á við erfiðleika sem fylgja áföllum. Ávallt skal taka tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð við áföllum eru ákveðin.

Áfallaráð Grunnskólans í Þorlákshöfn:

 • Skólastjóri - Ólína Þorleifsdóttir     
 • Aðstoðarskólastjóri - Jónína Magnúsdóttir
 • Ritari skólans - Ólafía Helga Þórðardóttir
 • Námsráðgjafi - Unnur Ásbergsdóttir

Aðstoðarfólk sem áfallaráð getur leitað til:

 • Náms- og starfsráðgjafi
 • Skólasálfræðingar
 • Sóknarprestur
 • Deildarstjóri stoðþjónustu
 • Skólahjúkrunarfræðingur
 • Heilsugæslulæknir
 • Lögregla

Hlutverk áfallaráðs er að:

 • Verkstýra við válega atburði.
 • Huga að óskum þeirra fjölskyldna sem hlut eiga að máli hverju sinni.
 • Sinna forvinnu og forvörnum með kynningum fyrir allt starfsfólk.
 • Útbúa vinnuáætlanir um hver gerir hvað hverju sinni, í hvaða röð og hvernig bregðast eigi við í hverju tilviki fyrir sig.
 • Fá hjálp og stuðning fyrir starfsfólk skólans
 • Funda eins fljótt og mögulegt er ef válegur atburður hefur orðið, óháð dagsetningu og tíma.

Skilgreining á áföllum

Áföll eru skilgreind sem:

 • Alvarleg slys (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
 • Alvarleg veikindi (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
 • Langvinnir sjúkdómar (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
 • Andlát (nemanda/ starfsmanns eða aðstandenda nemanda/starfsmanns)
 • Að verða vitni að eða lenda í voveiflegum atburði.

Áfallaráð fundar í byrjun hvers skólaárs og fer yfir hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda/starfsmanna vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Í framhaldi er tekin ákvörðun um hvort og þá til hvaða aðgerða skuli gripið.

Einstaklingar sem hafa lent í áföllum sýna mismunandi einkenni streitu og í mismiklum mæli. Oft er talað um annars vegar bráðaeinkenni og hins vegar langvarandi álag. Tillitsemi við hlutaðeigangi er í hávegum höfð.

Áfallaáætlun skólans er hér í fullri lengd.