Námsmat

Skipulag námsmats í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Í öllum námsgreinum meta kennarar framvindu námsins og hæfni nemenda jafnóðum yfir skólaárið og gefa þeim nemendum sem hafa ekki náð ákveðinni hæfni tækifæri til að bæta sig. Þegar kennarar leggja inn áveðin verkefni eða kannanir liggja til grundvallar ákveðin hæfniviðmið. Þau eru síðan metin jafnóðum og verkefnum lýkur.

Nemendur og foreldrar hafa alltaf aðgang að matinu og mikilvægt er að fylgjast vel með námsmati inni í Mentor. Námsmatið er lifandi og er að breytast reglulega yfir skólaárið og á að vera leiðbeinandi þannig að nemendur og foreldrar viti hvað þarf að leggja áherslu á á hverjum tíma til að ná ákveðnum hæfniviðmiðum.

Lokamat er tekið saman við lok skólaárs. Nemendur í 8.-10. bekk fá sitt lokamat í bókstöfum A, B+, B,C+,C og D. Nemendur í 1.- 7. bekk fá samanlagða hæfnieinkunn í hverri námsgrein í táknum og orðum, framúrskarandi, hæfni náð, þarfnast þjálfunar og hæfni ekki náð.