Námsmat

Mat á hæfni og framförum nemenda er mikilvægur þáttur skólastarfsins. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð tilsettum markmiðum. Námsmat veitir einnig nemendum, foreldrum og kennurum upplýsingar um námsframvindu, hæfni nemenda og vinnubrögð. Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn er litið á allt skólaárið sem eitt námsmatstímabil.

Kennarar meta framvindu námsins og hæfni nemenda jafnóðum yfir skólaárið, svokallað símat og leitast er við að hafa það fjölbreytt og hvetjandi. Matsverkefni geta verið hvort heldur sem er einstaklings- eða hópverkefni en í báðum/öllum tilfellum beitir kennari leiðsagnarmati við framvindu námsins. Jafnframt er sjálfsmati og jafningjamati beitt við úrvinnslu sumra námsmatsverkefna, einkum á unglingastigi. Þegar kennarar leggja inn ákveðin verkefni eða kannanir liggja til grundvallar mats- eða hæfniviðmið samkvæmt Aðalnámskrá, metanleg hæfniviðmið má finna á hæfnikortum á Mentor. Nemendur og foreldrar hafa alltaf aðgang að námsmatinu og mikilvægt er að fylgjast vel með því inni í skráningarkerfi skólans, Mentor. Námsmatið er lifandi og er að breytast reglulega yfir skólaárið. Matið er leiðbeinandi þannig að nemendur og foreldrar vita hvað þarf að leggja áherslu á til að ná ákveðnum viðmiðum. Nánari

Heildarmat hvers nemanda er tekið saman við lok skólaárs. Matið byggir á þeirri verkefnavinnu sem farið hefur fram á skólaárinu og hægt er að sjá á hæfnikortum nemenda í Mentor. Á unglingastigi liggja matsviðmið 8.-10. bekkjar aðalnámskrár til grundvallar lokamati. Nemendur í 4.-10. bekk fá sitt lokamat í bókstöfum, A, B+, B,C+,C og D. Nemendur í 1.-3. bekk fá samanlagða hæfnieinkunn í hverri námsgrein í táknum og orðum.Kennsluáætlanir og markmið má finna undir þeim lið á heimasíðunni og þau mats- og hæfniviðmið sem metin eru í hverri námsgrein má sjá í hæfnikortum í Mentor.

Hér að neðan má sjá þá námsmatskvarða sem notaðir eru í námsmatinu.

4. – 10. bekkur

                                                

1. -3. bekkur