Sjálfsmat

Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum skólum skylt að meta skólastarfið, þ.á.m. kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan hans. Undanfarin ár hafa starfshópar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn unnið fjölbreyttar kannanir sem miða að því að skoða líðan nemenda og starfsfólks, svo og viðhorf foreldra til skólans. Niðurstöður þessara kannana hafa gefið stjórnendum og starfsfólki margar gagnlegar vísbendingar og reynt hefur verið að taka á þeim þáttum sem betur mega fara samkvæmt könnunum.   Stolt hvers samfélags á að vera að hafa skólastarfið sem allra best og að skólinn sé staður þar sem öllum líður vel.  Markmið sjálfsmatsvinnunnar er að leita uppi  veikleika og vandamál í þeim tilgangi að leita lausna. Þeirri vinnu lýkur aldrei.

Við skólann starfar sjálfsmatsnefnd sem aðstoðarskólastjóri veitir forystu. Í sjálfsmatsskýrslu nefndarinnar er farið yfir markmið matsins, þau gögn og kannanir sem liggja til grundvallar túlkuð, umbótaáætlun og gerð áætlun um innra mat til þriggja ára í senn.

Ytra mat Menntamálastofnunar 2018

Skýrsla vegna ytra mats
Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats 2019


Sjálfsmatsnefnd við Grunnskólann í Þorlákshöfn 2020-2021

Jónína Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Anna Kristín Gunnarsdóttir, umsjónarkennari 4. bekkjar

Ragnheiður María Hannesd., umsjónarkennari 2. bekkjar

Ásta Kristín Ástráðsdóttir, umsjónarkennari 6. bekkjar

Fjóla Halldóra Jónsdóttir, starfsmaður mötuneytis

Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020

Sjálfsmatsskýrsla 2018-2019

Sjálfsmatsskýrsla 2017 - 2018

Sjálfsmatsskýrsla 2016 - 2017