- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Starfsfólk:
Sóley Jóhannesdóttir forstöðumaður, Kristóferð Logi Benediktsson og María Jónasar auk hlutastarfsmanna og stuðningsfulltrúa skólans.
Símanúmer frístundaheimilis: 699-6090
Netfang: soleyj@olfus.is
Hlutverk frístundaheimilis:
Frístundaheimilið býður upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 – 9 ára barna lýkur. Starfið einkennist jafnt af skipulögðum sem og frjálsum leik. Innra starf frístundaheimilisins, svo sem dagskrá, viðfangsefni og samstarf við utanaðkomandi aðila fer eftir aðstæðum hverju sinni.
Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í frístundaheimilinu í samvinnu við foreldra, skóla og fagaðila er tengjast börnunum.
Sé þess óskað munu starfsmenn frístundaheimilis sjá um að koma börnum í frjálst starf utan skóla (s.s. íþróttaæfingar, tónlistarskóla o.fl.)
Tilkynna þarf starfsmönnum þetta sérstaklega og skrá á umsóknareyðublað.
Opnunartími:
Frístundaheimilið er opið eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur kl. 13:15 til kl. 17:00 alla virka daga. Sami opnunartími er á foreldradögum og starfsdögum. Lokað er á einstaka starfsdögum.
Frístundaheimilið er lokað í vetrarfríum grunnskólans og á haustþingsdegi KS.
Innritun - uppsagnir:
Foreldrar/forráðamenn innrita börn sín í upphafi skólaannar. Hægt er að innrita á heimilið oftar enda greiði viðkomandi fullt - eða hálft gjald fyrir hvern byrjaðan mánuð, eftir þeim reglum sem gilda um vistunarkostnað.
Ef þjónustu er sagt upp skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðamót.
Allar breytingar á umsóknareyðublaði skal tilkynna til starfsmanna.
Húsnæði:
Frístundaheimilið er staðsett í Suðurvör í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Að öðru leyti er húsnæði skólans samnýtt í samráði við skólastjórnendur s.s. sérgreinastofur og hátíðarsalur.
Gjaldskrá:
Boðið er upp á þrjá vistunarmöguleika, hálfa vistun til 15:00, til 16:00 og til 17:00.
Heil vistun kostar 13.900 kr. pr./mánuð, til 16:00 kostar 8.500 kr. pr./mánuð, og vistun til 15:00 kostar 5.700 kr. pr./mánuð.
Síðdegishressing er 130 kr. hver dagur.
Vistun fyrir heilan dag er frá lok skóladags frá 13:00 til kl. 17:00. Full vistun er u.þ.b. 20 klukkustundir á viku.
Veittur er systkinaafsláttur 25% með öðru barni og 50% með þriðja barni. Systkinaafsláttur nær yfir þjónustu Frístundaheimilis, leikskólaþjónustu og þjónustu dagforeldra. Ef barn er hjá dagforeldri og systkin þess á leikskóla/Frístundaheimili er systkinaafsláttur veittur af leikskólagjaldinu/Frístundaheimilisgjaldinu. Foreldrum sem stunda dagnám er veittur afsláttur af gjaldi Frístundaheimilis og greiða þeir samkvæmt forgangsgjaldi sem er greiðsla fyrir börn einstæðra foreldra og nemur afslátturinn 30% af fullu gjaldi. Einstæðir foreldrar njóta ekki jafnframt námsmannaafsláttar. (Ath. Afsláttur af gjaldi Frístundaheimilis er aðeins veittur ef viðkomandi stundar nám sem er a.m.k. 24 ECTS einingar á önn). Sækja þarf um afsláttinn til skólastjóra fyrir skólaárið og leggja fram staðfestingu frá skóla um að viðkomandi hafi fengið skólavist og staðfestingu á fjölda eininga á önn. Afslátturinn fellur sjálfkrafa niður í lok maí. Sækja þarf um niðurfellingu fyrir 1. september, ásamt því að endurnýja fyrri umsóknir.
Fæði:
Síðdegishressing.
Starfsmenn frístundaheimilis munu hafa umsjón með síðdegishressingu.
Klæðnaður:
Börn eiga að vera klædd eftir veðri, þ.e. í regnfötum þegar það á við o.s.frv. Yfirleitt er alltaf farið út að leika sér, bæði frjálst eða samkvæmt skipulagi.
Egilsbraut 35 | 815 Þorlákshöfn Sími: 480 3850 Netfang: skolinn@olfus.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 480-3850 / skolinn@olfus.is