Álfaheimar - gönguferð í hesthúsin 2020

Tommi og Kolbrún tóku á móti okkur í hesthúsunum og sýndu okkur nýfæddu lömbin.  Börnin voru ákaflega spennt og kát að fá að klappa lömbunum og gefa kindunum og hestunum hey.  Dýrin tóku heimsókn okkar af stóiskri ró og yfirvegun og börnin þrömmuðu kát og glöð um hesthúsin.  Við hittum líka Lindu, mömmu hans Adrians og sýndi hún okkur hestana sína.  Eftir heimsóknina settumst við niður og fengum okkur banana og vatn að drekka, enda var þörf á að fá góða orku fyrir langa göngutúrinn til baka í leikskólann.  Börnin stóðu sig einstaklega vel í ferðinni, voru prúð og kurteis og dugleg.