Kæru foreldrar/forráðamenn
Skrifað var undir samning seint í gærkvöldi og hefur því verkfalli verið aflýst. Leikskólinn er því opinn fyrir alla eins og venjulega.
Það var mikið fjör á öskudeginum hjá okkur þar sem allir máttu mæta í búning. Allar deildir komu saman á ball í salnum þar sem var hörku stuð og mikið dansað.
Í febrúar eiga tvö börn afmæli hjá okkur eru orðin 3 ára. Hafsteinn Elí átti afmæli 25. febrúar og Alexandra Björk 27. febrúar. Óskum við þeim innilega til hamingju með afmælin.
Hulduheimar - Skólahópur í heimsókn á bókasafn Grunnskólans
Skólahóp var boðið í heimsókn á bókasafn Grunnskólans í Þorlákshöfn. Þar tók Hafdís á móti þeim og fjórir nemendur úr 6. bekk lásu fyrir þau í litlum hópum. Eftir lesturinn máttu börnin skoða sig um á bókasafninu. Við þökkum fyrir ánægjulega heimsókn.