Í apríl eiga tveir strákar afmæli, þeir Þorsteinn Ævar og Herbert. Þorsteinn Ævar varð 6 ára þann 18. apríl og Herbert 6 ára í dag, 24. apríl. Óskum við þeim innilega til hamingju með afmælin.
Í dag fórum við í göngutúr á bókasafnið og skiluðum bókum sem við fengum að láni í síðasta mánuði. Einnig nýttum við tækifærið og skoðuðum myndlistasýninguna "Gallerí undir stiganum". Á leiðinni til baka upp í leikskóla fengu allir kínaprjón í hendi og bönkuðu með honum í ýmislegt til að heyra hvern…