Börnin buðu ömmum sínum og mömmum í kaffi 22.febrúar í tilefni af konudeginum. Boðið var upp á vöfflur með sultu og rjóma. Áttu þau saman notalega og góða stund.
Á Álfaheimum áttu þrír drengir afmæli í febrúar. Hugi Dagur, Kristinn Reimar og Baldvin Snær og fögnuðu þeir 4ra ára afmæli sínu. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Á föstudaginn var vöfflukaffi í leikskólanum í tilefni af konudeginum. Gaman var að sjá hve margar mömmur og ömmur gáfu sér tíma til að eiga með okkur stund og þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Föstudaginn 22. febrúar var lögreglan með eftirlit á öryggi barna í bílum. Að því loknu kíkti hún inn á deildir og spjallaði við börnin og sýndi þeim ýmsar græjur sem hún notar. Börnin voru mjög spennt og spurðu margra spurninga. Einhverjir voru harð ákveðnir í að gerast lögregluþjónar í framtíðinni…