Fréttir

Kartöfluuppskera ársins

Kartöfluuppskera ársins

Síðastliðinn þriðjudag, 18. október tókum við á Goðheimum upp úr kartöflugarðinum okkar. Börnunum fannst þetta mjög spennandi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Afraksturinn var síðan snæddur í hádeginu, og borðuðu allir af bestu lyst.
Lesa fréttina Kartöfluuppskera ársins
Uppákoma í söngstund síðasta föstudag

Uppákoma í söngstund síðasta föstudag

Við á Tröllaheimum vorum með uppákomu síðasta föstudag. Við sungum „Hákarlalagið“ og tókst það vel. Búið var að mála hákarl á kinnar barnanna áður en söngur hófst og var þetta mjög skemmtilegt.
Lesa fréttina Uppákoma í söngstund síðasta föstudag
Sameiginlegt hópastarf Tröllaheima og Hulduheima

Sameiginlegt hópastarf Tröllaheima og Hulduheima

Síðasta þriðjudag var ákveðið að fara út í göngu með börnin. Eldri árgangurinn fór Egilsbrautina og sáu þar: Lat, brunninn og minnisvarðann um Egil Thorarensen. Yngri árgangur fór smá hring að skrúðgarðinum og fengu aðeins að hlaupa og leika sér þar. Veðrið var æðislegt og var þetta mjög skemmtilegt. Hér eru nokkrar myndir.
Lesa fréttina Sameiginlegt hópastarf Tröllaheima og Hulduheima