Þann 11 desember var haldið jólaball í Ráðhúsinu. Dansað var í kringum jólatréð og tveir jólasveinar kíktu til okkar, dönsuðu og færðu börnunum pakka :)
Í morgun fórum við í gönguferð, athuguðum hvort einhver hús væru með stromp og hvort jólasveinn væri fastur þar. Við sáum nokkur hús með stromp en engan jólasvein enda eiga þeir ekki að vera komnir til byggða ennþá :)