Í desember eiga þrjú börn hjá okkur á Goðheimum afmæli. Það eru þau Auður María, Ingibjörg Rós og Sebastian Máni. Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.
Á föstudaginn síðasta kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti leikskólanum grænfána fyrir verkefnið lýðheilsu. Þennan dag var æðislegt vetrarveður og fengu allir heitt súkkulaði og piparköku.
Á miðvikudaginn í síðustu viku héldum við uppskeruhátíð með 1. bekk. Rán kom og las fyrir börnin jólasögu og Gestur spilaði á píanó á meðan börnin sungu jólalög. Í lokin fengu öll börnin svala og piparköku.