Álfaheimar - hjóla- og grilldagur 2020

Veðrið lék við okkur í dag þegar börnin voru mestmegnis úti að hjóla á bílastæðinu við leikskólann.  Lögreglan kom í heimsókn og fór yfir hjól og hjálma hjá börnunum og gáfu þeim svo límmiða á hjólið.  Börnin fengu svo grillaðar pylsur í hádeginu og tóku börnin vel til matar síns, enda vel svöng eftir mikla hreyfingu.

Í dag var einnig afhending á 3. grænfánanum.  Fulltrúi frá Landvernd kom til okkar og afhendi okkur formlega fánann.  Við sungum eitt lag í lautinni og svo gengu öll börnin í röð undir fánann.

Það eru fleiri myndir komnar inn á karellen frá deginum.