Álfaheimar - Ísferð í skrúðgarðinn

Síðastliðinn miðvikudag fórum við á Álfaheimum í gönguferð í skrúðgarðinn þar sem við fengum ís. Við lékum okkur líka í "dimma skóginum" í skrúðgarðinum og fórum svo á hoppubelginn. Það var svaka fjör og allir hæstánægðir að fá ís í leikskólanum.