Álfaheimar - Tilraunir

Í morgun gerðum við tvær tilraunir með börnunum. Fyrsta tilraunin var gerð með því að setja matarolíu og vatn í flösku. síðan var matarlit bætt við og í lokin var gospilla sett saman við. Síðan var fylgst með hvað gerðist. Önnur tilraunin var gerð með stöðurafmagni og blöðru. Blöð úr gatara voru sett á borðið og svo nudduðum við blöðrunni við hár og höfðum svo blöðruna fyrir ofan blöðin. Við það lyftust blöðin upp í blöðruna :)