Lambaferð

Á þriðjudaginn fórum við upp í hesthús til Kaisu að skoða lömbin. Öll lömbin voru komin út hjá henni og fengu börnin að klappa einu lambinu. Kaisa er líka með tvær kanínur inn í húsi sem við fengum að skoða. Þökkum Kaisu kærlega fyrir móttökurnar.

Eftir þessa heimsókn fórum við til Rannveigar að skoða lömbin hennar. Börnin fengu að fara inn í stíuna og halda á einu lambinu. Börnin höfðu ótrúlega gaman að þessum heimsóknum. Þökkum Rannveigu líka kærlega fyrir móttökurnar.