Fjörufræðsla og fjöruferð

Þau eru búin að læra um hina ýmsu fiska og smádýr sem lifa í fjörunni. Við skoðuðum myndir, bækur og myndbönd af fjörudýrum og fannst krökkunum það mjög spennandi. Í vikunni fórum við svo í fjöruferð út að Hafnarnesvita. Krakkarnir skoðuðu meðal annars Klettadoppur, Marflær og önnur smádýr í fjörunni. Þau voru mjög dugleg að týna ýmislegt sem þau fundu eins og skeljar, kuðunga, þara og svampa. Krakkarnir sem eru með okkur í sumar frá vinnuskólanum veiddu fyrir okkur tvo krabba sem við erum búin að vera að passa upp á. Annar dó fljótlega en hinn er ennþá í fullu fjöri og er duglegur að borða krækling og klettadoppur.