Rabbi kom frá slökkviliðinu

Á fimmtudaginn kom Rabbi í heimsókn til okkar sem fulltrúi slökkviliðsins. Hann kynnti fyrir okkur verkefnið Eldvarnir í leikskólanum. Markmiðið með þessu samstarfsverkefni EBÍ og slökkviliðanna er að veita börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og stuðla að bættum eldvörnum bæði í leikskólunum og á heimilum barnanna.

Í vetur munu börnin skiptast á að sinna reglubundnu eftirliti vegna eldvarna á leikskóladeildinni svo sem að athuga hvort flóttaleiðir séu vel merktar og aðgengilegar.

Rabbi afhenti börnunum möppu frá slökkviliðinu sem þau vinna með í vetur og einnig fengu þau öll buff.