Í vikunni byrjuðum við á ratleik sem hún Hafdís bjó til. Fyrst fórum við á Oddabrautarróló og fundum þar fyrsta hólkinn. Í hólkinum fáum við ýmis skemmtileg verkefni til að leysa og einnig bókstaf. Seinna í vikunni fórum við á skólalóðina og íþróttavöllinn og fundum þar næstu verkefni til að leysa. Þar þurftu þau meðal annars að syngja lög og hoppa eins og froskar. Börnin voru mjög áhugasöm og dugleg að finna hólkana og leysa verkefnin.