Hulduheimar - Leitað að krumma

Í janúar ætlum við á Hulduheimum að læra um krumma. Við erum búin að læra ýmislegt um hann svo sem hvernig hann lítur út, hvað hann borðar, hvar hann á heima og hvernig hann hagar sér. Í dag ákváðum við að fara í göngutúr og leita að krumma. Árgangur 2013 fór í bergin og leitaði án árangurs en sáu fullt af smáfuglum. Hins vegar fór árgangur 2014 í aðra átt og fundu krumma hjá kirkjunni. Hann var hins vegar fljótur að láta sig hverfa.