Skólahópur í ratleik

Skólahópurinn fór út í ratleik í staðinn fyrir að fara í hvíld í dag. Börnunum var skipt í 6 líð sem síðan áttu að kasta teningum sem sögðu til númer hvað spjaldið var sem þau áttu að finna. Aftan á spjaldinu var svo mynd af einhverju dýri sem þau þurftu svo að muna og fara með þær upplýsingar til Röggu og Söndru og kasta aftur. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki var verra hvað veðrið var gott.