Dvergaheimar-myndir úr starfinu

Október fer vel af stað hjá okkur á Dvergaheimum. Veðrið hefur verið gott og börnin verið mikið úti við að leika í lóðinni eða farið í gönguferðir. Ýmislegt höfum við líka brallað inni eins og að mála, syngja, leira, leika með vatn, stökkva úr gluggakistum og fleira.