Álfaheimar - snjórinn tekinn inn

Það snjóaði mikið í morgun og í stað þess að fara út að leika, þá tókum við snjó inn og lékum með hann og máluðum.  Það var mikið stuð og börnin smökkuðu hann og hrærðu málningu í hann þangað til hann var nánast allur bráðnaður.