Kartöfluuppskera ársins

Síðastliðinn þriðjudag, 18. október tókum við á Goðheimum upp úr kartöflugarðinum okkar. Börnunum fannst þetta mjög spennandi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Afraksturinn var síðan snæddur í hádeginu, og borðuðu allir af bestu lyst.