Ásheimar - Petra tannlæknir

Í morgun kom Petra tannlæknir og Signý aðstoðakona hennar til okkar í heimsókn og fræddu börnin um tannheilsu. Petra las sögu fyrir börnin um mikilvægi þess að tannbursta og svo fengu börnin að prófa að tannbursta drekabangsa. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá þær.