Dvergaheimar - afmælisbörn í október 2018

Nattaset og Baltasar Brynjar héldu upp á 2 ára afmælis sitt í leikskólanum í október.  Þeir fengu báðir kórónur í tilefni dagsins, en þeim fannst það óþarfa prjál og vildu þeir ekki hafa hana á höfðinu.  Þeir fengu að velja afmælisdiska og glas fyrir matartímann og svo sungum við afmælissönginn í söngstund í salnum.

Til hamingju með daginn.