Dvergaheimar - afmælisbörn septembermánaðar 2018

Saga Margrét varð 3 ára þann 23. september og hélt hún upp á daginn með pompi og prakt daginn eftir í leikskólanum.  Hún fékk kórónu og klæddist skikkju og valdi sér diska og glös fyrir matmálstíma.  Hún var mjög ánægð með áfangan og tjáði öllum að nú væri hún stór krakki.

Mia Lind varð þriggja ára þann 8. júlí og var í löngu sumarleyfi, því nýttum við tækifærið og héldum upp á daginn hennar í leikskólanum þann 24. september.  Mia var aldeilis ánægð að fá að fagna deginum sínum með okkur og mætti í sínu fínasta pússi og fékk kórónu og skikkju og valdi sér líka afmælisdiska og glös fyrir matinn.  

Á föstudeginum var svo sungið fyrir afmælisbörn vikunnar í öllum leikskólanum í söngstund í sal

Til hamingju með daginn.