Dvergaheimar - bóndadagur

Á bóndadegi var feðrum og öfum boðið í þorramat í leikskólann.   Börnin tóku á móti gestum sínum af gleði og ánægju og tóku flestir vel til matar síns.   Mætingin var mjög góð og þökkum við fyrir þessa ánægjulegu stund.