Dvergaheimar - dagur íslenskrar tungu

Í tilefni dags íslenkrar tungu sem er í dag, komu nemendur í 6. bekk í leikskólann í morgun og skiptu sér niður á allar deildir og lásu fyrir leikskólabörnin. Þau enduðu svo stundina á því að skoða leikskólann og njóta samvistar við börnin í leik.
Einnig komu nemendur á unglingastigi grunnskólans til okkar í hádegismatnum og lásu upp nokkur ljóð fyrir börnin.
Við þökkum kærlega fyrir þessar skemmtilegu heimsóknir.

Í dag fagnar Lubbi 4 ára afmælinu sínu, en Lubbi er hundurinn okkar sem hjálpar okkur að finna íslensku málhljóðin úr bókinni Lubbi finnur málbein.  Hann fékk kórónu eins og öll afmælisbörn og það var sungið fyrir hann afmælissöngurinn í ávaxtastund.