Dvergaheimar - elstu börn í gönguferð

Fyrir ferðina skoðaði hópurinn blað og fór yfir það sem á því stóð.  En tilgangur ferðarinnar var að nota skilningarvitin og skoða umhverfið með þeim.  Börnin áttu að láta kennara vita hvað þau sáu, heyrðu, smökkuðu, þefuðu og snertu og við skrifuðum það svo niður á blað.  Börnin voru mjög kappsfull að fara eftir þessum leiðbeiningum og vorum við rétt lögð af stað og þá fann einhver hundalykt í loftinu.  Við gengum í skrúðgarðinn og settumst niður og skráðum niður það sem börnin sögðu.  Gengum svo um garðinn og rannsökuðum hann í þaula.  Með því að undirbúa börnin og gefa þeim ákveðin fyrirmæli, þá verða þau meðvitaðri um umhverfi sitt og fara að taka eftir fleiri atriðum en þau eru vön dagsdaglega