Dvergaheimar - flugdreki

Fyrir nokkrum dögum síðan gerðu eldri strákarnir á deildinni (2016) sinn eigin flugdreka úr bréfpoka.  Þeir skreyttu hann með litum og festu á hann nokkur litrík skott.  Síðan átti eftir að prófa hann úti, en næstu dagar var óvenju mikið logn og blíða og ekki beint veður fyrir flugdrekaflug.

En í gær var rok og því skelltum við okkur út og fundum hentugan stað fyrir flugdrekaflug, við fórum á mönina fyrir ofan íþróttavöllinn og skelltum flugdrekanum á loft og hann fór á flug.  Strákarnir skiptust á að halda í bandið og pössuðu að hann slyppi ekki frá okkur.  Þeir höfðu gaman af þessu og léku sér við að ná honum og hjálpa honum aftur á loft.

Í lokin fórum við á grunnskólalóðina og lékum okkur þar í dágóða stund